Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #32

Fundur haldinn í fjarfundi, 16. ágúst 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Magnús Jónsson boðaði forföll.

Almenn mál

1. Landfylling Bíldudal.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 3. ágúst 2020. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalshöfn - Landfylling 2021. Tilboð í verkið voru opnuð 27.júlí s.l, Helstu verkþættir eru ámokstur, akstur og losun á 24.100 m3 af fyllingarefni. Eftirfarandi tilboð bárust:

Lás ehf: 22.523.800.- kr
Allt í járnum ehf: 28.010.000.- kr
Bás ehf: 39.355.000.- Kr
Tígur ehf: 30.458.000.- kr

Áætlaður verktakakostnaður var 27.000.000.- kr

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Lás ehf.

    Málsnúmer 2004033 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umsókn fyrir eldsneytisafgreiðslu við Patrekshöfn

    Erindi frá Skeljungi hf, dags. 30. júlí. Í erindinu er óskað eftir leyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu í 40 feta gám á hafnarsvæði Patrekshafnar. Erindinu fylgir riss er sýnir gróflega staðsetningu.

    Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um eldsneytisafgreiðsluna.

      Málsnúmer 2108001 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Vatnskrókur 22 og 23, umsókn um byggingarleyfi.

      Erindi frá Oddi Guðmundssyni dags. 22. júní 2021. Í erindinu er sótt um sameiningu Vatnskróks 22 og 23 og stækkun á Vatnskrók 22. Erindinu fylgir teikning unnin af Guðbjarti Á. Ólafssyni dags. 17. júní 2021.

      Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir sameiningu Vatnskróks 22 og 23. Hafna- og atvinnumálaráð hafnar umsókn um stækkun Vatnskróks 22, áformin eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Þá fer hafna- og atvinnumálaráð fram á að umsækjandi fjarlægi gáma sem staðsettir eru framan við fyrrgreindar eignir.

        Málsnúmer 2106049

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Upplýsingastefna Vesturbyggðar 2021

        Lögð fram drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. 28. júní 2021. Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar.

        Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.

        Hafna- og atvinnumálaráð fagnar drögunum og þakkar undirbúningsteyminu vel unnin störf. Hafna- og atvinnumálaráð ítrekar mikilvægi þess að leiðbeiningar séu skýrar varðandi birtingu fylgiskjala með fundargerðum á heimasíðu sveitarfélagsins.

          Málsnúmer 2011014 8

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Mál til kynningar

          5. Sjávarútvegsskólinn 2021

          Lagður fram til kynningar Tölvupóstur frá Guðrúnu A. Jónsdóttur, háskólanum á Akureyri, dags. 30. júlí 2021. Í tölvupóstinum er kynntur Fiskeldisskóli unga fólksins sem kenndur var í Vesturbyggð í fyrsta skipti í sumar. Þetta er verkefni sem unnið var í samstarfi vinnuskóla byggðarlaga, fiskeldis- og sjávarútvegsfyrirtækja, Hafnasjóðs Vesturbyggðar og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Fyrirtækin sem unnu að verkefninu með Sjávarútvegsmiðstöðinni voru Arctic Fish ehf., Arnarlax ehf. ,Oddi hf., Vestri ba ehf og Vesturbyggð.

          Skólinn var kenndur í eina viku frá 12. júlí til 17. Júlí s.l. Samtals sóttu 16 nemendur skólann og eru þau á aldrinum 13-16 ára. Kennslufyrirkomulagið var þannig að nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra, leikja og tilraunaverkefna, heimsóttu fyrirtæki í fiskeldi og fyrirtæki í sjávarútvegi þar sem þau fengu fræðslu um starfsemi þeirra. Einnig voru kynntir fyrir þeim náms- og atvinnumöguleikar í greininni. Síðasta kennsludag var svo nemendum boðið upp á pizzaveislu og nemendur útskrifaðir.

          Fiskeldisskóli unga fólksins er hluti af, „Bridges Erasmus “, en það er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíðþjóðar og Finnlands um sameiginlegt nám í fiskeldi.

            Málsnúmer 2103077 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Leiðbeiningar um umskipun olíu

            Lagður fram tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands, dags. 1. júlí. Í erindinu er óskað umsagnar um drög að leiðbeiningum um umskipun olíu.

            Leiðbeiningarnar eru unnar af starfshópi sem var skipaður í byrjun árs til að vinna að gerð þeirra í samræmi við 4. gr. reglugerðar nr. 800/2004 um umskipun olíu á rúmsjó, en þar segir:

            "Umhverfisstofnun, í samstarfi við Siglingastofnun Íslands og í samráði við Samtök atvinnulífsins, semur leiðbeiningar um umskipun olíu á rúmsjó í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar."

            Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemd við drögin.

              Málsnúmer 2107027

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Ársreikningur 2020 og fundargerð 63 fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

              Lagður fram til kynningar ársreikningur sjávarútvegssveitarfélaga 2020 ásamt fundargerð 63. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var mánudaginn 26. apríl s.l.

              Hafna- og atvinnumálaráð fagnar ákvörðun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um að láta KPMG greina tekjustofna ríkis og sveitarfélaga af sjávarútvegi og fiskeldi.

                Málsnúmer 2105032

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10