Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #38

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. mars 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Endurskoðun samgönguáætlunar

Hafna- og atvinnumálaráð fór yfir verkefni og forgangsröðun þeirra vegna endurskoðunar samgönguáætlunar 2025-2029.

Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

    Málsnúmer 2202005 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 612003

    Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.).

    Frumvarpið er nú aftur birt í samráðsgátt með umsagnarfrest til 21. mars 2022. Vesturbyggð hafði áður skilað inn umsögn um breytingar á lögunum dags. 9. mars 2021.

    Til viðbótar við fyrri umsögn vill Hafna- og atvinnumálaráð bæta inn í 3. gr frumvarpsins að stjórn hafna verði einnig heimilt að veita Fiskistofu og HMS aðgang að rafrænni vöktun hafna þegar um fjarvigtun er að ræða.

      Málsnúmer 2203047 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjarvigtun Brjánslæk - fyrirspurn.

      Lögð fram til kynningar svarbréf Fiskistofu og HMS við fyrirspurn Hafnastjóra um heimild til fjarvigtunar á Brjánslæk.

        Málsnúmer 2202009 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Mál til kynningar

        4. Mál nr 46 um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, ósk um umsögn

        Lögð fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar dags. 10. mars 2022 um mál nr. 46 um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju.

          Málsnúmer 2202054 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi

          Lögð fram til kynningar greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútveg og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kynntu á Sjávarútvegsdeginum 2022.

            Málsnúmer 2202048 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            7. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

            Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

              Málsnúmer 2202052

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til kynningar

              6. Fundargerð nr. 442 - Hafnasambands Íslands

              Lögð fram til kynningar fundargerð frá 442. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                Málsnúmer 2202051

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00