Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #42

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. september 2022 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
 • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
 • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
 • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
 • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
 • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
 • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Með bréfi dagsett 5. júlí 2022 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn
Vesturbyggðar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi á Vestfjörðum.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra í samráði við formann ráðsins að koma tillögum að umsögn ráðsins til bæjarstjóra sem undirbýr umsögn sveitarfélagsins fyrir fund bæjarstjórnar.

  Málsnúmer 2203081 12

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Olíubirgðastöð - Patreksfjörður, Úrgangsolíugeymir.

  Erindi frá Olíudreifingu ehf. dags 19.09.2022. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður 55m3 úrgangsolíutank við birgðastöð félagsins við Patrekshöfn. Erindinu fylgja uppdrættir er sýna staðsetningu og afstöðu.

  Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið.

   Málsnúmer 2209047

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:32