Fundur haldinn í fjarfundi, 13. febrúar 2023 og hófst hann kl. 15:30
Nefndarmenn
- Einar Helgason (EH) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri
Almenn mál
1. Umsagnarbeiðni - Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 1162006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)
Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn
fiskveiða (svæðaskipting strandveiða). Umsagnarfrestur er til og með 15. febrúar 2023. Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp að nýju svæðaskipting aflaheimilda við strandveiðar og einnig eru þar ákvæði um flutning aflaheimilda milli tímabila og fiskveiðiára.
Fyrirhugað er að skipting aflaheimilda grundvallist á fjölda báta sem skráður er á hvert svæði fyrir sig á hverju ári.
Hafna- og atvinnumálaráð leggst gegn breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða sem nú eru í umsagnarferli. Eðlileg krafa er að lögin og breytingar á þeim stuðli að jafnræði á milli svæða, tillagan eins og hún er sett fram mun ekki leiða til jöfnuðar á milli svæða heldur auka á óánægju og átök milli svæða líkt og innkomnar umsagnir gefa til kynna.
Hafna- og atvinnumálaráð hvetur ráðherra og atvinnuveganefnd til að fastsetja ákveðinn dagafjölda pr. mánuð fyrir hvern og einn bát. Heildarfjöldi daga gæti verið sá sami á öllum bátum á landinu en mismunandi pr. mánuð eftir landsvæðum.
2. Eyrargata 5. Ósk um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 103. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Tekin fyrir eftir auglýsingu óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um stækkun á byggingarreit á lóð Eyrargötu 5. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafrest til 23. janúar 2023 en engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti að tillagan fengi málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með skipulags- og umhverfisráði og leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15