Fundur haldinn í fjarfundi, 8. desember 2023 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Einar Helgason (EH) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
- Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) varamaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Bíldudalshöfn - aðstöðumál.
2. Tilkynning varðandi lúsameðferð í Tálknafirði
Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi Ólafssyni, f.h. Arctic Sea Farm, dags. 13. nóvember 2023, þar sem tilkynnt er um meðhöndlun gegn fiski- og laxalús í Tálknafirði. Áætlaður meðhöndlunartími var frá 13. nóvember þar til meðhöndlun er lokið.
3. Úthlutun byggðakvóta 2023-2024
Lagt fram bréf matvælaráðuneytisins dags. 1. desember 2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Formaður leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verði óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Tillaga formanns er samþykkt samhljóða.
Hafna- og atvinnumálaráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu.
4. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði
Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin fjallar um skilgreiningu á fjórum nýjum íbúðarlóðum við Þórsgötu ofan hafnarinnar. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 20. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust frá íbúum en umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Strandveiðifélaginu Krók og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Hafna- og atvinnumálaráð á 112. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða sem fór fram á hljóðvistar-mælingu fyrir fyrirhugaðar íbúðarlóðir.
Hafna- og atvinnumálaráð felur skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram í samræmi við tillögur skipulags- og umhverfisráðs.
Mál til kynningar
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð nr. 458 stjórnar Hafnasambands Íslands
Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar.
Í 2. fundarlið 458. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lýsir stjórn Hafnasambands Íslands yfir þungum áhyggjum vegna niðurstöðu dóms, Héraðsdóms Vestfjaða í máli gegn Arnarlaxi sem féll á dögunum. Hafnasambandið telur það alveg skýrt að heimildin til innheimtu aflagjalda af eldisfiski sé nú þegar til staðar en undanfarin ár hafa eldisfyrirtæki þó haldið öðru fram.
Hafna- og atvinnumálaráð fagnar afstöðu stjórnar Hafnasambands Íslands og ítrekar að hafnasjóður gerir ekki greinamun á því hvaðan fiskurinn kemur sem fer um höfnina, það skiptir ekki máli í þjónustu hafnarinnar hvort að fiskafurðirnar séu lax, þorskur eða aðrar tegundir eða hvort þær séu úr eldi eða fiskiskipi, sama aðstaða þarf að vera til staðar í landi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40