Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #56

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. janúar 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) varamaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Valdimar B. Ottósson og Jónína Helga Sigurðardóttir Berg voru viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn mál

1. Til samráðs -Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg.

Lagt fram erindi frá matvælaráðuneytinu dags. 24. nóvember 2023 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 245/2023, „Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg“.
Óskað er umsagnar Vesturbyggðar.

Hafna- og atvinnumálaráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum og ábendingum ráðsins við frumvarpið áfram til bæjarráðs sem mun taka frumvarpið til afgreiðslu þann 9. janúar 2024.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Til samráðs -Frumvarp til laga um lagareldi

Lagt fram erindi frá matvælaráðuneytinu dags. 6. desember 2023 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 253/2023 - "Frumvarp til laga um lagareldi". Óskað er umsagnar Vesturbyggðar um frumvarpið.

Hafna- og atvinnumálaráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum og ábendingum ráðsins við frumvarpið áfram til bæjarráðs sem mun taka frumvarpið til afgreiðslu þann 9. janúar 2024.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

3. Fundargerð 77. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og hvatning til sveitarfélaga varðandi frumvörp í samráðsgátt

Lögð fram til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands

Lögð fram fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10