Hoppa yfir valmynd

Til samráðs -Frumvarp til laga um lagareldi

Málsnúmer 2312015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. desember 2023 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá matvælaráðuneytinu dags. 06.12.2023 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 253/2023 - "Frumvarp til laga um lagareldi". Með erindinu er Vesturbyggð
sérstaklega boðið að taka þátt í samráðinu.

Bæjarstjóra falið að vinna umsögn byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar um stefnumótun lagareldis og senda í samráðsgátt stjórnvalda.




8. janúar 2024 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi frá matvælaráðuneytinu dags. 6. desember 2023 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 253/2023 - "Frumvarp til laga um lagareldi". Óskað er umsagnar Vesturbyggðar um frumvarpið.

Hafna- og atvinnumálaráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum og ábendingum ráðsins við frumvarpið áfram til bæjarráðs sem mun taka frumvarpið til afgreiðslu þann 9. janúar 2024.




9. janúar 2024 – Bæjarráð

Lagt fram til umræðu frumvarp til laga um lagareldi ásamt drögum að umsögn Vesturbyggðar um frumvarpið.

Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samstarfi við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar, umræðum í bæjarráði og umræðum á fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 8. janúar sl.