Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #58

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. mars 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Umsókn um leyfi fyrir aðstöðugám við Vatnskrók, Patreksfirði.

Erindi frá Palla Hauks ehf, dags. 7. mars 2024. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir aðstöðugám við Vatnskrók við Patrekshöfn. Gámurinn er 6 m2 og er ætlað að hýsa háþrýstidælu og annan búnað sem þarf til þrifa á bátum og bílum eftir því sem við á. Umsækjandi áformar að selja aðgang að dælunni.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að Palli Hauks ehf. fái að staðsetja gáminn við Vatnskrók fram til loka október. Umsækjandi skal tryggja að snyrtilega sé gengið frá gámnum og að notendur hans gangi sömuleiðis snyrtilega um. Bátar skulu hafa forgang að nýtingu á planinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Kaup hafnasjóðs á Vatneyrarbúð

Bæjarstjóri kom inn á fundinn.

Bæjarstjóri leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að Hafnasjóður Vesturbyggðar kaupi fasteignina Vatneyrarbúð, Aðalstræti 1 á Patreksfirði, af Vesturbyggð.
Stofnun Vatneyrarbúðar, þekkingarseturs, liggur fyrir í húsnæðinu þar sem megináherslan verður á Þekkingasetur fiskeldis. Skrifstofuaðastaða verður fyrir allt að 18 manns í húsnæðinu og verður aðstaðan leigð út til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Starfsemin innan húsnæðisins hefur mikla tengingu við aðra starfsemi á hafnarsvæðinu.

Í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar árið 2024 er gert ráð fyrir að hafnarsjóður kaupi Vatneyrarbúðina af sveitarfélaginu. Hafnarsjóður er samþykkir þeirri ráðstöfun að sjóðurinn kaupi Vatneyrarbúðina enda hefur starfsemi Vatneyrarbúðarinnar beina tengingu við hafnastarfsemi og nýtingu hafsins.

Bæjarstjóri vék af fundi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

3. Fundargerðir Hafnasambands Ísland 2024

Lögð fram fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50