Hoppa yfir valmynd

Umsókn um leyfi fyrir aðstöðugám við Vatnskrók, Patreksfirði.

Málsnúmer 2403014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. mars 2024 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Palla Hauks ehf, dags. 7. mars 2024. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir aðstöðugám við Vatnskrók við Patrekshöfn. Gámurinn er 6 m2 og er ætlað að hýsa háþrýstidælu og annan búnað sem þarf til þrifa á bátum og bílum eftir því sem við á. Umsækjandi áformar að selja aðgang að dælunni.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að Palli Hauks ehf. fái að staðsetja gáminn við Vatnskrók fram til loka október. Umsækjandi skal tryggja að snyrtilega sé gengið frá gámnum og að notendur hans gangi sömuleiðis snyrtilega um. Bátar skulu hafa forgang að nýtingu á planinu.