Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. apríl 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
- Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Patrekshöfn - Skoðun á öryggismálum og búnaði
Lögð fram til kynningar öryggisúttekt Slysavarnardeildarinnar Unnar á hafnasvæðinu á Patreksfirði. Í úttektinni fór deildin fyrir öryggisbúnað og aðstöðu á hafnarsvæðinu. Samkvæmt skoðuninni eru öryggismál hafnarinnar alveg í ágætu standi.
Hafna- og atvinnumálaráð þakkar Slysavarnardeildinni Unni kærlega fyrir úttektina og felur hafnarstjóra að fylgja eftir þeim athugasemdum sem gerðar eru við öryggismál á höfninni.
2. Framkvæmdir og verkefni Hafnasjóðs 2024
Hafnarstjóri kynnti framkvæmdir hafnasjóðs 2024. Helstu verkefni ársins eru:
Patrekshöfn:
Ný 50m flotbryggja með viðlegufingrum.
Stofndýpkun, 6000m3 dýpkun innan hafnar.
Bíldudalshöfn:
Viðlegufingur á flotbryggju
Færsla á siglingaverndargirðingu.
Hönnun/skoðun á nýrri smábátaaðstöðu innan við hafnargarð á Bíldudal.
Brjánslækjarhöfn:
Aðstöðuhús fyrir hafnarvörð.
Þá verður unnið áfram að snyrtingu umhverfis á öllum höfnunum, endurnýjun og lagfæringar á dekkjamottum, legufæri fyrir skemmtiskútur bæði við Patrekshöfn og á Bíldudal. Nýtt sorpgerði við Brjánslæjkjarhöfn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50