Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #126

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. ágúst 2012 og hófst hann kl. 00:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Hafnarsvæðið á Patreksfirði - Deiliskipulag

Sigurbjörg Pálsdóttir fh. Nönnu ehf. kom inn á fundinn. Ármanni Halldórssyni falið að leysa bílastæðamál við húsnæði Vöruafgreiðslunnar.
Athugasemdir frá Halldóri Árnasyni og Maríu Óskarsdóttur tekin fyrir.
Athugasemdir frá Sæmundi Jóhannssyni tekin fyrir.
Athugasemdir frá Helga Páli Pálmasyni og Sólveigu Ástu Jóhannsdóttur tekin fyrir.
Athugasemdir frá Siglingastofnun teknar fyrir.
Ármanni Halldórssyni, byggingarfulltrúa, falið að svara athugasemdum við deiliskipulagið í samræmi við umræður á fundinum.

Ármann Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson fóru af fundi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. FÁBBR varðar hafnargjöld

Lagt fyrir erindi frá Félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar vegna niðurfellingar á hafnargjöldum í eitt ár af Sæbjörgu BA 59.
Hafnarstjórn fellst á að fella niður hafnargjöld fyrir Sæbjörgu BA 59 í eitt ár svo fremi sem endurgerð bátsins hefjist á þessu ári.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Siglingastofnun fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

Lagt fyrir erindi frá Siglingastofnun vegna hafnaframkvæmda og sjóvarna með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs. Hafnarstjóra falið svara Siglingastofnun í samræmi við umræðu á fundinum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar, staðfesting.

Gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar lögð fyrir. Samþykkt með breytingum. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fundarboð Hafnarsambandsþing 20-21.sept.2012

Lagt fram fundarboð á Hafnarsambandsþing 20.-21. september 2012 sem haldið verður í Vestmannaeyjum. Fulltrúar Hafna Vesturbyggðar verða Egill Ólafsson og Hafþór Gylfi Jónsson. Auk þess fer hafnarstjóri með á þingið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Siglingastofnun athugasemdir við Bíldudalshöfn

Lagðar fram athugasemdir vegna Bíldudalshafnar. Hafnarstjóra falið að fylgja athugasemdum Siglingastofnunar eftir ásamt starfsmönnum Bíldudalshafnar..

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00