Hoppa yfir valmynd

Hafnarsvæðið á Patreksfirði - Deiliskipulag

Málsnúmer 1009078

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. ágúst 2012 – Hafnarstjórn

Sigurbjörg Pálsdóttir fh. Nönnu ehf. kom inn á fundinn. Ármanni Halldórssyni falið að leysa bílastæðamál við húsnæði Vöruafgreiðslunnar.
Athugasemdir frá Halldóri Árnasyni og Maríu Óskarsdóttur tekin fyrir.
Athugasemdir frá Sæmundi Jóhannssyni tekin fyrir.
Athugasemdir frá Helga Páli Pálmasyni og Sólveigu Ástu Jóhannsdóttur tekin fyrir.
Athugasemdir frá Siglingastofnun teknar fyrir.
Ármanni Halldórssyni, byggingarfulltrúa, falið að svara athugasemdum við deiliskipulagið í samræmi við umræður á fundinum.

Ármann Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson fóru af fundi.




11. maí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Lögð var fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna hafnarsvæðisins á Patreksfirði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði send til umsagnaraðila og auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010