Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. apríl 2013 og hófst hann kl. 20:00
Fundargerð ritaði
- Ármann Halldórsson Byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. HBS varðar Brjánslækjarhöfn
Erindi frá Halldóri Benidikt Sverrissyni. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af umhverfismálum á Brjánslækjarhöfn. m.a að trékantur og keðjur virki illa og ekki sé til staðar tjakkur á bryggjunni og að vatnslaust er. Hafnarstjórn hefur komið listnaum í hendur áhaldahús til úrbóta. Hafnarstjórn bendir á að laus útgerðatæki er handtjakkar er ekki í verkahring hafnarinnar og bendir einnig á að vatn er komið á bryggjuna og felur hafnarstjóra að brýna fyrir starfsmönnum og sjómönnum að tæma vatnslagnir hafnarinnar svo ekki frjósi í þeim.
2. Umaókn um leyfi til að setja upp flotbryggju
Erindi frá Öldu Davíðsdóttir f.h sjóræningja í erindinu er óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda til að setja niður flotbryggju við Sjóræningjahúsið á Vatneyri. Bryggjan er á deiliskipulagi sem er stefnt að staðfestingu í b-deild í maí nk. Hafnarstjórn fagnar erindinu og óskar eftir nánari útfærslu og staðsettningu.
3. Umsókn um lóð Hafnarteigur 1, Bíldudal
Erindi frá Jóni Sigurði Bjarnasyni fyrir hönd Lás ehf. kt 490893-2379. Í erindinu er óskað eftir lóð að Hafnarteig 1 á Bíldudal undir allt að 500 m2 atvinnuhúsnæði. Lóðin er á staðfestu deiliskipulagi fyrir svæðið. Nefndin óskar eftir nánari lýsingu fyrirhugaðri starfsemi í húsinu. Hafnarstjórn óskar eftir fundi við forsvarsmenn Lás ehf.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00