Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. maí 2018 og hófst hann kl. 15:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar
Til kynningar
Almenn erindi
2. Hafnarsamband Íslands - Ósk um umsögn að samstarfslýsingu á milli Hafnarsamband Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtamála.
Erindi frá Hafnarsambandi Íslands. Í erindinu er óskað umsagnar um samstarfsyfirlýsingu á milli hafnarsambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtamála.
Hafnarstjórn fagnar fyrirhuguðu samtarfi Hafnarsambandi Íslands og Fiskistofu er varðar framkvæmd vigtamála. Nánari umsögn verður send Hafnarsambandi Íslands fyrir 18. maí.
4. Jón Þórðarsson - Ósk um hafnalegur fyrir ferðaþjónustubá og stöðuleyfi fyrir þjónustuhús
Erindi frá Jóni Þórðarssyni, Bíldudal. Í erindinu er óskað eftir heimild til að setja niður flotbryggju við innanverðan hafnargarðinn við Bíldudalshöfn og stöðuleyfi fyrir 12m2 þjónustuhúsi. Erindinu fylgir teikning sem sýnir gróflega staðsetningu og útfærslu flotbryggjunnar.
Hafnarstjórn samþykkir erindið með þeim fyrirvara að framkvæmdin verði afturkræf ef til nýtingar kemur af hálfu sveitarfélagsins á svæðinu, framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjenda og í samráði við hafnaryfirvöld. Bryggjan skal vera tryggð.
5. Aron Ingi Guðmundsson - Verbúðin og vínveitingaleyfi
Erindi frá Aroni I. Guðmundssyni og Julie Gasiglia forsvarsmönnum Hússins - Gamla Verbúðin við Eyrargötu, Patreksfirði. Í erindinu er óskað samþykkis Hafnarstjórnar sem fulltrúa eigenda að Gömlu Verbúðinni fyrir því að sótt verði um vínveitingaleyfi fyrir rekstur þann er þau reka í húsinu.
Hafnarstjórn samþykkir að rekstraraðilar Hússins - Gamla Verbúðin við Eyrargötu sæki um vínveitingaleyfi fyrir húsið. Allar úrbætur sem þarf að vinna á húsnæðinu svo leyfi fáist skulu umsækjendur standa kostnað af.
Ennfremur skal umsækjandi vera ábyrgðarmaður leyfisins
6. KOmur skemmtiferðaskipa
Gunnþórunn Bender framkvæmdastjóri Westfjords Adventures og Hjörtur Sigurðsson, hafnarvörður Patreksfjarðarhafnar mætt til viðræðna við Hafnarstjórn. Farið yfir markaðssetningu og skipakomur skemmtiferðaskipa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05