Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps #1

Fundur haldinn í Birkimel á Barðaströnd, 11. júlí 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Edda Kristín Eiríksdóttir (EKE) varaformaður
  • Elín Eyjólfsdóttir (EE) formaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Formaður óskaði eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að mál bætist við hana með málsnúmerið 2403076. Var það samþykkt samhljóða og verður málið nr. 8 á fundinum.

Almenn erindi

1. Tímasetning funda heimastjórna

Ákvörðun um tímasetningu funda heimastjórna

Formaður lagði fram tillögu um að fundir heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps verði haldnir annan fimmtudag í mánuði og hefjist kl. 16.30.
Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

2. Erindisbréf

Erindisbréf heimastjórnar fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Samþykktir sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Samþykktir sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur fyrir Vesturbyggð fyrir kjörna fulltrúa lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Höfnun umsóknar Vesturbyggðar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir verkefninu Bygging aðstöðuhúss við Laugarneslaug.

Tekið fyrir á 1. fundi bæjarráðs þar sem málinu var vísað áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til kynningar.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps óskar eftir frekari rökstuðningi vegna höfnunar á umsókn Vesturbyggðar, "Bygging aðstöðuhúss við Laugarneslaug". Umsókninni er m.a. hafnað á þeirri forsendu að þar er innheimtur aðgangseyrir en samkvæmt lögum og reglugerðum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er heimilt að innheimta gjald fyrir veitta þjónusta og í umsókn Vesturbyggðar var sú þjónusta skilgreind. Heimastjórnin telur nauðsynlegt að fá úr þessu skorið með tilliti til framhaldsaðgerða varðandi viðhald Laugarneslaugar.
Vegna sameiningar sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í maí hefur heimastjórn ekki haft tækifæri til að fjalla um þessa höfnun fyrr.
Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Hitaveita Krossholti

Lagt fram til kynningar erindi hagsmunasamtaka fasteignaeigenda að Krossholtum. Fulltrúar samtakanna mættu til fundar við bæjarráð þar sem málefni Hitaveitu á Krossholtum voru rædd.
Jafnframt er lögð fyrir fundinn stefna landeiganda Kross á Barðaströnd vegna nýtingarleyfis Vesturbyggðar á jarðhita á Krossholti á Barðaströnd.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Beiðni til sveitarstjórnar um smölun ágangsfjár

Lagt fram til kynningar erindi frá Bjarna Kristjánssyni sem barst með tölvupósti dags. 14. júní 2024 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið hlutist til um að smala ágangsfé á jörð bréfritara, Auðshaugi, skv. 1. mgr. 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.

Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 25. júní 2024 þar sem eftirfarandi var bókað:

Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð er lausanga sauðfjár heimil utan þéttbýla í sveitarfélaginu, sbr. 5. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013. Í erindinu koma ekki fram upplýsingar um umfang og/eða hver er fjöldi ágagnsfjár eða hvert mögulegt tjón bréfritara kunni að vera vegna ágangsfjár. Í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga felur bæjarráð bæjarstjóra/sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla frekari upplýsinga og gagna frá bréfritara og eftir atvikum eigendum sauðfjár á svæðinu, svo unnt sé að taka afstöðu til beiðni bréfritara um smölun ágangsfjár.

Bókun bæjarráðs frá 09.07.2024:

Lögð fyrir greinagerð landeiganda að Auðshaugi dags. 1 júlí 2024, vegna bókunar bæjarráðs Vesturbyggðar á fundi bæjarráðs 25. júní sl. vegna beiðni landeiganda um smölun ágangsfjár að Auðshaugi.

Bæjarráð ítrekaði beiðni frá 28. júní um upplýsingar um hvert umfang og eða hver fjöldi ágangsfjár er og hvert mögulegt tjón kann að vera vegna þess. Fyrirspurnum bæjarráðs er ekki svarað í greinagerð landeiganda.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sólmyrkvi 12 ágúst 2026

Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að skipaður verði starfshópur um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026. Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum aðilum:

Páll Vilhjálmsson - formaður bæjarráðs
Tryggvi B. Baldursson - formaður skipulags- og framkvæmdaráðs
Freyja Pedersen - formaður umhverfis og loftlagsráðs
Elín Eyjólfsdóttir - formaður heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Edda Kristín Eiríksdóttir - heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Maggý Hjördís Keransdóttir - fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:24