Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #3

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. september 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Sigurjón Páll Hauksson (SPH) varamaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Gunnar Sean Eggertsson boðaði forföll og Sigurjón Páll Hauksson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað. Tryggvi Bjarnason boðaði forföll og Jenný Lára Magnadóttir sat fundinn í hans stað.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Tillögur og áherslur heimastjórnar Patreksfjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Rætt um áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsáætlunargerð. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.

Málsnúmer32

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Óveruleg breyting.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin var grenndarkynnt frá 25. apríl til 21. maí 2023. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerði engar athugasemdir. Fyrir liggur einnig samþykki nærliggjandi lóðarhafa.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Patreksfjarðar á 3. fundi sínum að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir grenndarkynninguna og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð.

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 30. ágúst 2024. Í erindinu er óskað eftir tilfærslu á lóð undir spennistöð á Þúfneyri við Patreksfjörð. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á 387. fundi sínum þann 18. október 2023 að úthluta lóð til Orkubús Vestfjarða undir spennistöðina. Í erindinu er óskað eftir að úthlutuð lóð verði færð um 120m í SA.

Byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir umbeðna færslu á lóð undir spennistöð. Heimastjórn leggur áherslu á að frágangur á verkinu sé snyrtilegur og að rask sé í lágmarki. Einnig leggur heimastjórn áherslu á að spennistöðin og þeir rafmagnskassar sem setja þarf upp falli sem best að umhverfinu þar sem Þúfneyri er skilgreint í aðalskipulagi sem útivistarsvæði. Frágangi skal lokið strax að verki loknu.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Suðurfjarðagöng, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán

Suðurfjarðagöng, undirbúningur jarðganga undir Mikladal og Hálfdán

Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að aukin áhersla sé lögð á að flýta undirbúningi jarðgangaframkvæmda í jarðgangaáætlun samgönguáætlunar, til að tryggja öryggi vegfarenda, m.a. með vísan til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 2. september sl. um að flýta jarðgangaframkvæmdum á norðanverðu landinu.

Heimastjórn Patreksfjarðar telur afar brýnt að flýtt verði undirbúningi og framkvæmd nauðsynlegra rannsókna vegna jarðgangaframkvæmda undir Mikladal og Hálfdán, Suðurfjarðagöng, á milli byggðakjarna á sunnanverðum Vestfjörðum. Suðurfjarðagöng eru skv. jarðgangaáætlun Vestfjarða frá 2021 og ályktunar 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga í október 2023 næstu jarðgöng sem ráðast skal í á Vestfjörðum ásamt Álftafjarðargöngum, en engum jarðgöngum er til að dreifa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki aðrar samgönguleiðir í boði fyrir íbúa en aka yfir fjallvegi allt árið um kring, til að sækja þjónustu og vinnu.

Heimastjórn Patreksfjarðar bendir á þá áherslu sem lögð var á Suðurfjarðagöng í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna í vor og nauðsyn þess að tryggja að samgöngur innan sveitarfélagsins Vesturbyggðar séu öruggar. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarnanna til að íbúar og fyrirtæki geti notað grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu án áhættu árið um kring. Má í því sambandi benda á sjúkraflug á flugvöllinn á Bíldudal en þangað er yfir tvo erfiða fjallavegi að fara.

Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur því bæjarstjórn Vesturbyggðar til að þrýsta á að undirbúningi og nauðsynlegum rannsóknum vegna Suðurfjarðaganga verði flýtt í samgönguáætlun, til að tryggja öryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, bæta aðgengi að grunnþjónustu og tryggja atvinnusókn innan sunnanverðra Vestfjarða.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umgengni í Fjósadal, Patreksfirði

Umgengni í Fjósadal, Patreksfirði.

Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur íbúa sem eiga hluti sem má farga í Fjósadal, að taka til hendinni og hreinsa svæðið og í sameiningu bæta umgengni um svæðið.
Þá leggur heimastjórn til við bæjarstjórn að átak verði gert í tiltekt á svæðinu og öll umgengni um svæðið af hálfu sveitarfélagsins og verktaka á vegum þess verði bætt verulega. Heimastjórn telur mikilvægt að farið verði í slíkt átak til að bæta aðgengi og umhverfi fyrir þá íbúa sem nýta fiskhjallana til matvælaframleiðslu og þá sem nýta svæðið til útivistar
Einnig sést svæðið vel frá sjó fyrir þá farþega skemmtiferðaskipa sem heimsækja Patreksfjörð og að mati heimastjórnar, er ekki boðlegt að svæðið eins og það er í dag sé það fyrsta sem býður gesti velkomna.
Einnig verði gert átak í að tryggja rétta skráningu á eignarhaldi fiskhjalla í Fjósadal og sveitarfélagið hlutist til um að fjarlægðir verði þeir fiskhjallar sem ekki finnast eigendur að, sem og þeir fiskhallar sem eru hrundir og fokhætta er af.
Heimastjórn leggur til að unnin verði tímaáætlun um átaksverkefnið og hreinsunarátaki á svæðinu verði lokið eigi síðar en vorið 2025.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Þúfneyri útivistarsvæði

Hugmyndir varðandi Þúfneyri í Patreksfirði.

Rætt um útivistarsvæðið á Þúfneyri og tækifæri til uppbyggingar á eyrinni. Heimastjórn Patreksfjarðar leggur til við bæjarstjórn að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir Þúfneyri skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem áhersla verður lögð á að bæta aðgengi að eyrinni með hjólreiða- og göngustígum og gert verði ráð fyrir bílastæði á eyrinni ásamt skipulagi á mögulegri uppbyggingu sem styður við sjósport og aðra útivist.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

7. Framkvæmdir og verkefni Hafnasjóðs 2024

Málefni Patrekshafnar kynnt.

Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Hann kynnti stöðu á skipakomum sumarsins, 25 skip komu í sumar og von væri á einu til viðbótar. Einnig greindi hann frá stöðu framkvæmda við Patrekshöfn, ný flotbryggja er komin í gagnið og aðstaða fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Rætt var um umgengni á hafnarsvæðinu og hvatti heimastjórn til úrbóta. Einnig var minnst á lýsingu og gangstéttir eða gönguleiðir á svæðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Verndarsvæði í byggð

Staða verkefnisins Verndarsvæði í byggð.

Byggingarfulltrúi kynnti stöðu verkefnisins "Verndarsvæði í byggð - Vatneyri, Patreksfirði".

Heimastjórn Patreksfjarðar leggur til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð verði endurskoðuð með það í huga að áfangaskipta staðfestingu svæðanna. Í fyrsta áfanga verði horft til elsta hluta svæðisins sem er Aðalstræti upp að Ráðagerði.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Félagsmiðstöðvar 2023-2024

Staða félagsmiðstöðvar á Patreksfirði

Formaður skýrði frá fundi með tómstundafulltrúa Vesturbyggðar í ágúst þar sem sagt var frá stöðu mála varðandi félagsmiðstöð á Patreksfirði og rædd framtíðarsýn og nauðsynlegar endurbætur á húsnæðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. júlí sl. með tilboði til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

11. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 4 Verkið gengur nokkurn veginn skv. áætlun. Fyrirhuguð verklok skv. útboði er 1.október 2024.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05