Hoppa yfir valmynd

Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð.

Málsnúmer 2309048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. október 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum um landtengingu fóðurpramma í Patreksfirði. Í ljósi þess að Þúfneyri er skilgreind sem útivistarsvæði í aðalskipulagi Vesturbyggðar leggur ráðið til að Orkubúi Vestfjarða ohf. verði úthlutuð lóð á hentugri stað utantil á eyrinni m.t.t. nýtingar á svæðinu. Sjá tillögu ráðsins í fylgiskjölum.

Endanleg staðsetning og lagnaleið skal ákveðin í samráði við sveitarfélagið og þá skal halda raski í lágmarki og vanda frágang eins og kostur er.




18. október 2023 – Bæjarstjórn

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóð til Orkubús Vestfjarða ohf. í samræmi við tillögu skipulags- og umhverfisráðs.




8. nóvember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð stendur við bókun frá 110. fundi ráðsins varðandi staðsetningu lóðar undir spennistöð við Þúfneyri og samþykkir ekki ósk um breytta staðsetningu.