Hoppa yfir valmynd

Blakkur skil á húsnæði

Málsnúmer 1108029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. apríl 2014 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Blakki og fylgigögn vegna Andrésarbúðar á Patreksfirði þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leysi til sín innréttingar í húsnæðinu á núvirtu kostnaðarverði. Bæjarráð samþykkir að leysa út Björgunarsveitina Blakk undan húsnæði því sem sveitin hefur haft til afnota sem er hluti húsnæðis Andrésarbúðar sem Brunavarnir Vesturbyggðar nýta í dag. Blakkur innréttaði húsnæðið á sínum tíma; tók við því fokheldu og innréttaði það að fullu, þmt einangrun, klæðning útveggja, raflagnir, loftaklæðningar og milliloft og settu upp rennihurðar og sáu um málningarvinnu. Bæjarráð samþykkir að leysa til sín innréttingarnar á 1200 þúsund krónur. Vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning við Blakk vegna málsins.