Hoppa yfir valmynd

Vegagerðin Ketildalavegur niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 1205090

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. maí 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu vegarins frá Tjarnarbraut að Lönguhlið á Bíldudal, af vegaskrá. Með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu stofn-og tengivega breytt og þar með fellur Ketildalavegur, frá Tjarnarbraut eða Lönguhlíð ekki undir skilgreindan tengiveg/þjóðveg. Mun Vegagerðin því hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á umræddum vegi frá og með 1. janúar 2013. Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þessari ákvörðun Vegagerðarinnar. Bæjarráð óskar þess jafnframt að Vegagerðin skili veginum í viðunandi ástandi. Bæjarstjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna þessa máls.