Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #644

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. maí 2012 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 643

    Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 643.

      Málsnúmer 1205007F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. BsVest fundargerð stjórnar 010312

      Lögð fram fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

        Málsnúmer 1205080

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. MÍ fundur skólanefndar nr.128

        Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði nr. 128.

          Málsnúmer 1205087

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Háskólas.Vestfj. aðalfundur fulltrúaráðs 18.maí.2012

          Lagt fram fundarboð á aðalfund fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða sem haldinn var 18. maí sl. Formaður bæjarráðs sótti fundinn fh. Vesturbyggðar.

            Málsnúmer 1205074

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Heil-Vest fundargerð stjórnar nr.87

            Lögð fram til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða nr. 87.

              Málsnúmer 1205068

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Vegagerðin Ketildalavegur niðurfelling vega af vegaskrá

              Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu vegarins frá Tjarnarbraut að Lönguhlið á Bíldudal, af vegaskrá. Með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu stofn-og tengivega breytt og þar með fellur Ketildalavegur, frá Tjarnarbraut eða Lönguhlíð ekki undir skilgreindan tengiveg/þjóðveg. Mun Vegagerðin því hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á umræddum vegi frá og með 1. janúar 2013. Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þessari ákvörðun Vegagerðarinnar. Bæjarráð óskar þess jafnframt að Vegagerðin skili veginum í viðunandi ástandi. Bæjarstjóra falið að hafa samband við Vegagerðina vegna þessa máls.

                Málsnúmer 1205090

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir snjóflóðavörnum á Patreksfirði

                Með vísan til 27. gr. laga. nr. 173/1997 skipulags og byggingarlaga, sækir Vesturbyggð um framkvæmdaleyfi til gerðar þvergarðs til varnar ofanflóðum og grjóthruni ofan byggðar á svæði milli Vatneyrar og Geirseyrargils á Patreksfirði, í samræmi við ákvæði reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.
                Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis en bindur veitingu þess skilyrðum sem snúa að framkvæmd, tilhögun framkvæmda, mótvægisaðgerðum og vöktun á verkstað og í nánasta umhverfi. Bæjarráð leggur áherslu á að rask á umhverfi og starfsemi í kring verði sem minnst á framkvæmdatímanum og tekið verði tillit til athugasemda sem fram komu frá íbúum á fundi með Framkvæmdasýslu ríkisins og Ofanflóðasjóði sem haldinn var þann 10. maí sl. á Patreksfirði.
                Bæjarráð Vesturbyggðar gerir það að skilyrði að unnin verði úttekt af óháðum aðila á ástandi mannvirkja í kringum verkstað áður en framkvæmdir við varnargarðinn hefjast og aftur að framkvæmdatíma loknum.
                Áður en framkvæmdir hefjast skal hæðarmæla botnplötur allra húsa sem standa næst varnargarðinum og hallamálsmæla útveggi húsa. Við lokaúttekt verksins skal framkvæma samskonar mælingar. Í allt að sex ár eftir lokaúttekt mun Vesturbyggð framkvæma mælingar annað hvert ár. Jafnframt skulu framkvæmdar til samanburðar, mælingar á nokkrum húsum, sem einnig standa í brekkunni, en verða ekki fyrir áhrifum vegna framkvæmdanna.
                Skilmálar með framkvæmdaleyfi í tengslum við skipulagsáætlanir Vesturbyggðar eru: Þar sem hluti núverandi skógræktar á svæðinu verður fjarlægð vegna framkvæmdar þá skal planta einu tré annars staðar innan svæðisins fyrir hvert tré sem fellt eða flutt verður.
                Bæjarráð gerir ennfremur eftirfarandi skilyrði við veitingu framkvæmdaleyfisins: Að framkvæmdatími ofan grunnskóla verði aðallega yfir sumarmánuðina þegar starfsemi grunnskóla liggur niðri og að lenging á framkvæmdatíma, umfram sumarið ef nauðsyn krefur verði gerð í samráði við skólastjórnendur og bæjaryfirvöld.
                Lögð er áhersla á að verktaki gæti þess vel að raska hvergi landi utan framkvæmdasvæðisins, auk svæðis fyrir vinnubúðir og sýni aðgát við umgengni á verkstað sem og á umhverfinu öllu. Gæta þarf sérstaklega að öryggismálum og að allri annarri umgengni um svæðið.
                Öll umferð vinnutækja verður bönnuð utan framkvæmdasvæðisins.
                Öll tilhögun við efnistöku og vinnslu verður í samráði við landeigendur og Umhverfisstofnun. Frágangur á efnistökusvæðum verður samkvæmt verklagsreglum í ritinu Námur: Efnistaka og frágangur. Framkvæmdaraðilar hanna svæðið í fullu samráði við Fornleifavernd ríkisins. Framkvæmdirnar munu hinsvegar skemma þrjár minjar sem staðsettar eru ofan við Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði; tvær rústir og einn garður [18.17,19]. Nokkuð af svæðinu er hulið þykkum og torfærum skógi og hugsanlega gætu minjar leynst þar undir. Einnig skal bent á að minjar eru oft ekki sýnilegar á yfirborði. Ef minjar koma fram við framkvæmdir skal umsvifalaust stöðva framkvæmdir og hafa samband við Fornleifavernd ríkisins.
                 
                Að öðru leyti samþykkir Bæjarráð Vesturbyggðar veitingu framkvæmdaleyfisins.
                 

                  Málsnúmer 1205099 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Jöfnunarsjóður nýbúafræðsla greiðsla fjárhagsárið 2012

                  Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði þar sem tilkynnt um framlag Jöfnunarsjóðs  vegna nýbúafræðslu fyrir fjárhagsárið 2012. Samtals eru þetta 840 þúsund krónur sem greiddar verða mánaðarlega.

                    Málsnúmer 1205076

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Ósk um frumathugun á ofanflóðavörnum í Litla-Dal, Patreksfirði.

                    Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir því að unnin verði frumathugun í samráði við Ofanflóðasjóð og Veðurstofu Íslands á ofanflóðavörnum í Litla Dal og ofan Sigtúns á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að fylgja erindinu eftir við Ofanflóðasjóð og Veðurstofu Íslands.

                      Málsnúmer 1205101

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Fjarðarlax svæði fyrir fóðurstöð á Þúfneyri

                      Lagt fram erindi frá Fjarðalax þar sem óskað er eftir afstöðu Vesturbyggðar til þess að byggð verði fóðurstöð á Þúfneyri sem yrði allt að 3200 fm en ætlunin er að hefja eldi þar árið 2015. Bæjarráð fagnar framkvæmdum og uppbyggingu Fjarðalax á svæðinu og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi bæjarráðs með fulltrúum Fjarðalax um staðarval.

                        Málsnúmer 1205070 4

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Smiðjan á Bíldudal, útleiga

                        Lögð fram tilboð í útleigu Smiðjunnar á Bíldudal. Tvö tilboð bárust frá:Erni Gíslasyni á Bíldudal.Eaglefjord hf.Bæjarstjóra falið að ræða við tilboðsgjafa um útfærslu á verkefninu.

                          Málsnúmer 1204054 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Mótmæli bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna lokunar á útibúi Landsbankans á Bíldudal

                          Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landsbankans að loka útibúi sínu á Bíldudal. Enn og aftur er vegið að grunnstoðum veikari samfélaga í kringum landið og er það gert í nafni samfélagslegrar ábyrgðar hjá bankanum. Samfélagsleg ábyrgð er að mati Landsbankans að loka afgreiðslustöðum sem ”ekki bera sig“ og segja upp fólki sem ekki hafa í önnur störf að venda. Til að bíta höfuðið af skömminni eru engar áætlanir hjá bankanum um að setja upp hraðbanka á svæðinu til að þjónusta  nú vaxandi samfélag á Bíldudal en íbúum hefur fjölgað töluvert sl. ár. Íbúar þurfa því að aka ríflega 30 km leið, um tvo hættulega fjallvegi til að taka út peninga og borga reikninga.
                          Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að verja  þjónustu við íbúana, í nafni alvöru samfélgslegrar ábyrgðar sem ríkisbankinn Landsbankinn telur sig ekki þurfa að stunda.

                            Málsnúmer 1205123

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Sýslumaðurinn afskrift skattskulda_minnisblað ÞS

                            Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna afskrifta á skattaskuldum. Fært í trúnaðarmálabók.

                              Málsnúmer 1205125

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Vestfjarðavíkingurinn 2012 styrkbeiðni

                              Lögð fram styrkbeiðni frá Vestfjarðavíkingnum 2012 sem haldinn verður á norðanverðum Vestfjörðum 5.-7. júlí nk. Bæjarráð lýsir yfir vilja til að styðja við einstaka viðburði sem hugsanlega yrðu haldnir innan sveitarfélagsins, að öðru leyti sér bæjarráð Vesturbyggðar sér ekki fært um að styðja þetta ágæta framtak.  

                                Málsnúmer 1205121 2

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Til kynningar

                                13. Fh.Birkimelur skipting eignarhluta minnisblað ÞS

                                Lagt fram minnisblað vegna skiptingu eignarhluta á Félagsheimilinu á Birkimel sem unnin hefur verið af skrifstofustjóra Vesturbyggðar, Kvenfélagsins Neista og Ungmennafélags Barðstrendinga og Kristjáni Þórðarsyni Breiðalæk, fv oddvita Barðarstrandarhrepps. Þar er lagt til að þinglýst verði skipting á eignarhaldi félgasheimilisins á Birkimel með eftirfarandi hætti:Vesturbyggð 41,67%Ungmennafélag Barðstrendinga 41,67%Kvenfélagið Neisti, Barðaströnd 16,66% Bæjarráð samþykkir framkomna skiptingu á eignarhlutum og felur skrifstofustjóra að ganga frá skjalagerð í samvinnu við fulltrúa tveggja áðurnefndra félaga og stofna rekstrarfélag með fulltrúum eignaraðila.

                                  Málsnúmer 1205122

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00