Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdir á hafnarsvæði á Patreksfirði, flotbryggjur og þekja

Málsnúmer 1205102

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2012 – Hafnarstjórn

Farið í vettvangsferð á Patrekshöfn. Sigtryggur Benediktsson kom inn á fundinn og upplýsti um verkstöðu framkvæmda við þekju á  Patrekshöfn. Framkvæmdum er nú að ljúka, mest allri steypuvinnu er lokið. Nokkur aukaverk eru eftir og frágangur á hafnarsvæði. Hafnarstjórn hvetur fyrirtæki á hafnarsvæði að nýta sér þjónustu verktaka vegna tengingu við þekju. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa flotbryggjur af Braga Geir Gunnarssyni fyrir kr. 350.000. Hafnarstjóra falið að fá tilboð í viðgerð á flotbryggjunni og undirbúa niðursetningu á henni.  Lagt fram erindi frá Jóni Þórðarsyni um flotbryggju á Bíldudal. Hafnarstjórn samþykkir erindið en felur formanni hafnarstjórnar og Páli Ágústssyni að ræða við Jón um útfærslu á legu bryggjunnar í samráði við hafnarvörð á Bíldudal.Hafnarstjóra falið að hafa samband við Shell vegna staðsetningu olíuafgreiðslu á Bíldudal.Hafþóri Jónssyni falið að ræða við byggingarfulltrúa um uppröðun á Uppsáturssvæði á Patreksfirði.