Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. maí 2012 og hófst hann kl. 20:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Fundargerðir til staðfestingar
Almenn erindi
2. Framkvæmdir á hafnarsvæði á Patreksfirði, flotbryggjur og þekja
Farið í vettvangsferð á Patrekshöfn. Sigtryggur Benediktsson kom inn á fundinn og upplýsti um verkstöðu framkvæmda við þekju á Patrekshöfn. Framkvæmdum er nú að ljúka, mest allri steypuvinnu er lokið. Nokkur aukaverk eru eftir og frágangur á hafnarsvæði. Hafnarstjórn hvetur fyrirtæki á hafnarsvæði að nýta sér þjónustu verktaka vegna tengingu við þekju. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa flotbryggjur af Braga Geir Gunnarssyni fyrir kr. 350.000. Hafnarstjóra falið að fá tilboð í viðgerð á flotbryggjunni og undirbúa niðursetningu á henni. Lagt fram erindi frá Jóni Þórðarsyni um flotbryggju á Bíldudal. Hafnarstjórn samþykkir erindið en felur formanni hafnarstjórnar og Páli Ágústssyni að ræða við Jón um útfærslu á legu bryggjunnar í samráði við hafnarvörð á Bíldudal.Hafnarstjóra falið að hafa samband við Shell vegna staðsetningu olíuafgreiðslu á Bíldudal.Hafþóri Jónssyni falið að ræða við byggingarfulltrúa um uppröðun á Uppsáturssvæði á Patreksfirði.
3. Starfsmannahald
Hafnarstjóri upplýsti um að hafnarvörð vanti á Brjánslæk. Hafnarstjórn samþykkir breyttan opnunartíma á Brjánslækjarhöfn tímabundið uns framtíðarlausn verður fundin fyrir hafnarvörslu á Brjánslæk. Sumarstarfsmenn verða ráðnir á Patrekshöfn til afleysinga og til umhverfismála.
4. Önnur mál 24. maí 2012
Hafnarstjórn skorar á atvinnurekendur á hafnarsvæðum í Vesturbyggð að huga að umhverfismálum og bæta umgengni verulega. Hafnarstjórn skorar á eigendur báta sem standa milli Fiskmarkaðar og Vestrabúðar að fjarlægja þá innan 4 vikna að öðrum kosti verði þeir fjarlægðir á kostnað eigenda.Hafnarstjórn minnir á að óleyfilegt er að láta báta standa upp við hús. Hafnarstjórn hvetur Olíudreifingu til að færa lausar kerrur og olíudælur af Uppsáturssvæði á Patreksfirði. Hafnarstjórn Vesturbyggðar óskar sjómönnum til hamingju með Sjómannadaginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00
Sigtryggur Benediktsson sat fundinn og fór í vettvangsferð með hafnarstjórn.