Hoppa yfir valmynd

Önnur mál 24. maí 2012

Málsnúmer 1205104

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2012 – Hafnarstjórn

Hafnarstjórn skorar á atvinnurekendur á hafnarsvæðum í Vesturbyggð að huga að umhverfismálum og bæta umgengni verulega. Hafnarstjórn skorar á eigendur báta sem standa milli Fiskmarkaðar og Vestrabúðar að fjarlægja þá innan 4 vikna að öðrum kosti verði þeir fjarlægðir á kostnað eigenda.Hafnarstjórn minnir á að óleyfilegt er að láta báta standa upp við hús. Hafnarstjórn hvetur Olíudreifingu til að færa lausar kerrur og olíudælur af Uppsáturssvæði á Patreksfirði. Hafnarstjórn Vesturbyggðar óskar sjómönnum til hamingju með Sjómannadaginn.