Hoppa yfir valmynd

Fiskistofa:Arnarlax beiðni um rekstrarleyfi fyrir allt að 3000t laxeldi í Arnarfirði.

Málsnúmer 1205119

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

5. júní 2012 – Bæjarráð

Lögð fram beiðni um umsögn frá Fiskistofu varðandi umsókn Arnarlaxi um rekstrarleyfi laxeldis í Arnarfirði. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir Fiskistofu á að kanna önnur fyrirliggjandi leyfi til nýtingar
auðlinda í Arnarfirði og staðsetningar á þeim og leggur áherslu á að í gangi sé vinna að nýtingaráætlun Arnarfjarðar og nauðsynlegt sé að taka tillit til þess. Að öðru leyti gerir bæjarráð Vesturbyggðar
ekki athugasemd við leyfisumsóknina. Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir því við hlutaðeigandi stofnanir að þær hraði leyfisveitingum til fiskeldis og bendir jafnframt stjórnvöldum á að hraða gerð
skýrari lagaramma um leyfisveitingar eldismála í heild sinni.