Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #645

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. júní 2012 og hófst hann kl. 11:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarráð - 644

    Lögð fram til kynningar fundargerð síðasta fundar.

      Málsnúmer 1205015F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Fiskistofa:Arnarlax beiðni um rekstrarleyfi fyrir allt að 3000t laxeldi í Arnarfirði.

      Lögð fram beiðni um umsögn frá Fiskistofu varðandi umsókn Arnarlaxi um rekstrarleyfi laxeldis í Arnarfirði. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir Fiskistofu á að kanna önnur fyrirliggjandi leyfi til nýtingar
      auðlinda í Arnarfirði og staðsetningar á þeim og leggur áherslu á að í gangi sé vinna að nýtingaráætlun Arnarfjarðar og nauðsynlegt sé að taka tillit til þess. Að öðru leyti gerir bæjarráð Vesturbyggðar
      ekki athugasemd við leyfisumsóknina. Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir því við hlutaðeigandi stofnanir að þær hraði leyfisveitingum til fiskeldis og bendir jafnframt stjórnvöldum á að hraða gerð
      skýrari lagaramma um leyfisveitingar eldismála í heild sinni.


        Málsnúmer 1205119

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Langahlíð, 18 20 og 22 á Bíldudal. Svar við fyrirspurn Vesturbyggðar

        Lagt frá svar frá Ofanflóðasjóði við fyrirspurn Vesturbyggðar um nýtingu á Lönguhlíð 18-22 á Bíldudal. Ofanflóðasjóður bendir á aukna hættu ofanflóða í kjölfar á byggingu varnargarðs á Bíldudal fyrir þessi hús. Ofanflóðanefnd er reiðubúin til að taka þátt í flutningi Lönguhlíðar 18  sem er timburhús á aðra lóð og þannig að um heilsársnýtingu verði að ræða á því húsi og húsin að Lönguhlíð 20-22 mætti nýta með ströngum skilyrðum. Varðandi nýtingu húsanna þá þarf samþykki ráðherra. Bæjarstjóra falið að óska eftir samþykki ráðherra fyrir nýtingu Lönguhlíðar 18-22 og kanna með lausar lóðir á Bíldudal áður en ákvörðun um flutning Lönguhlíðar 18 verður tekin.

          Málsnúmer 1206002 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Rafmagn í Vestur-Botni

          Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar þar sem óskað er eftir  að Vesturbyggðar kanni með lagningu rafmagns að klúbbhúsi í Vestur-Botni. Bæjarstjóra falið að kalla eftir kostnaðaráætlun fyrir verkið og óska jafnframt eftir fundi með stjórn GP vegna málsins.

            Málsnúmer 1206003

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Tilkynning frá Íslandspósti vegna póstþjónustu á Bíldudal

            Lagður fram tölvupóstur frá Íslandspósti um breytt fyrirkomulag póstsþjónustu á Bíldudal í kjölfar lokunar á útibúi Landsbankans. Opnunartími verður styttur verulega.  

              Málsnúmer 1206001

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Brunabót styrktarsjóður 2012

              Lagt fram bréf frá Brunabót varðandi Styrktarsjóð EBÍ 2012. Bæjarstjóra falið að senda inn umsókn vegna vinnu við deiliskipulag á Látrabjargi og undirbúning á stofnun þjóðgarðs.

                Málsnúmer 1205131

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30