Hoppa yfir valmynd

Aðalskipulagsbreyting iðnaðarsvæði á Bíldudal

Málsnúmer 1207002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2012 – Bæjarráð

Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að leita umsagnar um hana og auglýsa með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar iðnaða- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Gerðar voru orðalagsbreytingar. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að leita umsagnar um hana og auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Á síðasta fundi var tekin fyrir deiliskipulaglýsing vegna sama máls og því frestað. Bent er á að sú deiliskipulagslýsing er óþörf þar sem aðalskipulagsbreytingin mun taka á þeim þáttum skipulagsverkefnisins sem annars væru í deiliskipulagslýsingunni.