Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #648

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júlí 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Afbrigði við áður boðaða dagskrá voru 12. og 13. liður fundargerðarinnar.
    Ármann Halldórsson kom inn á fundinn undir 2. lið dagskrár fundarins.

    Almenn erindi

    1. Fjárlaganefnd breyttar áherslur við gerð fjárlaga

    Lagt fram bréf frá Fjárlaganefnd vegna breyttra áherslan við gerð fjárlaga. Bæjarstjóra falið að undirbúa fund bæjarráðs með fjárlaganefnd haustið 2012.

      Málsnúmer 1206057

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ofanflóðavarnir ofan Sigtúns og í Litla-Dal á Patreksfirði.

      Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að farið verði í ofanflóðavarnir ofan Sigtúns og í Litla-Dal á Patreksfirði skv. fyrirliggjandi hættumati á næstu 5 árum. Þegar hefur verið óskað eftir gerð frumathugunar fyrir þetta svæði til Ofanflóðasjóðs.

        Málsnúmer 1207042

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Kaup á skanna fyrir byggingarfulltrúaembættið.

        Lagt fram tilboð í kaup á teikningaskanna fyrir byggingarfulltrúaembættið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi frá Snertli ehf. að upphæð kr. 963 þúsund með vsk. Tálknafjarðarhreppur greiðir 25% af heildarkostnaðinum. Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð. Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir 200 þúsund krónum í þennan lið. Auknum tekjum byggingafulltrúaembættisins er ætlað að mæta viðbótar útgjöldum.

          Málsnúmer 1207041

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Aðalskipulagsbreyting iðnaðarsvæði á Bíldudal

          Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að leita umsagnar um hana og auglýsa með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 1207002 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar Krossholt/langholt

            Lögð fram leiðrétt skipulagslýsing m.t.t til athugasemda Skipulagsstofnunar fyrir aðalskipulagsbreytingu Krossholt/Langholt. Bæjarráð samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 1203094 7

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Klif deiliskipulagsbreyting

              Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði. Breytingin felur í sér að bætt er inn slóða austan deiliskipulagssvæðisins þar sem fyrirhugað er að koma fyrir aðkomu að svæðinu á framkvæmdatíma ofanflóðavarnanna. Gert er ráð fyrir að komið verði fyrir ræsi þar sem slóðinn mun þvera lækjarfarveg austast á svæðinu. Slóðinn mun að framkvæmdum loknum nýtast sem útivistarstígur. Deiliskipulagsmörk stækka umhverfis stíginn. Stígurinn nær austan og ofan við Sigtún, ofan Hjalla og Stekka og að fyrirhuguðum ofanflóðamannvirkjum. Einnig verður stígurinn ofan Stekka færður m.t.t. endanlegra hönnunargagna út fyrir lóðarmörk Stekka 23A og jafnframt til að minnka enn frekara rask á minjum sem eru á svæðinu. Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 með viðeigandi lagagreinum að undangengnu mati Skipulagsstofnunar um hvort um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða.

                Málsnúmer 1207004 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Skólaakstur á Bíldudal

                Lagt fram tilboð frá Keran S. Ólasyni vegna skólaaksturs á leiðinni: Bíldudalur-Patreksfjörður-Bíldudalur skólaárin 2012-2014 að upphæð kr 44.900 pr. dag en ekið er að meðaltali 1x í viku þessa leið á skólatíma. Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð.

                  Málsnúmer 1207022

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  11. UMFÍ ungt fólk og lýðræði

                  Lagt fram til kynningar bréf frá frá UMFÍ þar sem niðurstöður Ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði var kynnt.

                    Málsnúmer 1207009

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    13. Samstarfssamningur um markaðsverkefni í Vesturbygð

                    Lagt fram erindi um markaðsverkefni um ferðaþjónustu í Vesturbyggð frá Sjóræningjahúsið. Erindinu frestað.

                      Málsnúmer 1207017

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      16. EFS fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga beiðni um upplýsingar

                      Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. Samkvæmt ársreikningi Vesturbyggðar 2011 er skuldahlutfall A-og B-hluta sveitarfélagsins 174% en viðmiði sveitarstjórnarlaga er 150% af reglulegum tekjum. Óskað er eftir áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar sér að ná fjárhagslegum viðmiðum skuldareglu sveitarstjórnarlaga fyrir 1. september nk. Bæjarstjóra falið að sækja um frest til Innanríkisráðuneytisins til 15. október til að svara óskum ráðuneytisins enda verður áætlunin unnin samhliða fjárhagsáætlun ársins 2013 og 3 ára áætlun sveitarfélagsins.

                        Málsnúmer 1207003

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Til kynningar

                        7. Starfsmannastefna Vesturbyggðar

                        Lögð fram til kynningar drög að starfsmannastefnu fyrir Vesturbyggð. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

                          Málsnúmer 1207038

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          9. Innkaupastefna Vesturbyggðar

                          Lögð fram til kynningar innkaupastefna Vesturbyggðar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

                            Málsnúmer 1207021 3

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            12. Umhverfisráðuneytið úrskurður vegna kæru frá Fjarðalaxi

                            Lagður fram úrskurður frá Umhverfisráðuneytinu vegna stjórnsýslukæru Fjarðarlax ehf vegna fyrirhuguðum 3.000 tonna laxeldi Arnarlax í sjó.

                            Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Umhverfisráðuneytisins um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá apríl 2011 um að fyrirhugað laxeldi Arnarlax í Arnarfirði skuli ekki háð mati á umhverfisahrifum. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum á þeim töfum sem ákvörðun þessi kann að valda á uppbyggingu laxeldisfyrirtækja í Arnarfirði og frekari atvinnnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Nú þegar hafa leyfismál í tengslum við uppbyggingu í laxeldi í Arnarfirði verið að veltast um hjá stjórnvöldum í nokkur ár með tilheyrandi óvissu og töfum. Sú óvissa hefur valdið íbúum og samfélaginu öllu miklum skaða. Er það mikið áhyggjuefni hvernig staðið er að þessum málum hjá stjórnvöldum. Rétt er að benda á að sveitarfélagið Vesturbyggð hefur áður bent á í umsögnum sínum vegna leyfisumsókna laxeldisfyrirtækjanna á svæðinu að það telji að ekki þurfi umhverfismat vegna laxeldis í sjó í Arnarfirði. Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur til þess að vinnu við umhverfismatið verði flýtt eins og kostur er.

                              Málsnúmer 1207020

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Hafnarbótarsjóður styrkveiting vegna hafnargerðar

                              Lagt fram bréf frá Hafnarbótasjóði um styrkveitingar að upphæð 2,1 milljón vegna hafnargerðar.

                                Málsnúmer 1206011

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. SÍS fundargerð stjórnar nr.798

                                Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 798 til kynningar.

                                  Málsnúmer 1207006

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fundargerðir til staðfestingar

                                  10. Bæjarráð - 647

                                  Fundargerð bæjarráðs nr. 647 er lögð fram til staðfestingar.

                                    Málsnúmer 1206008F

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    17. Skipulags- og byggingarnefnd - 164

                                    Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar nr. 164 lögð fram til staðfestingar. Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi kom inn á fundinn. Ásgeir Sveinsson lýsti sig vanhæfan vegna liða 7 og 8 vegna hagsmunatengsla og vék af fundi við umræðu um þá liði.
                                    Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

                                      Málsnúmer 1207001F

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30