Hoppa yfir valmynd

Klif deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 1207004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. október 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnargarð neðan Klifs á Patreksfirði 22. febrúar 2012. Tillagan, sem sett var fram á uppdrætti dags. 7. febrúar 2012 var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga, frá 16. ágúst til 20. október sl. Athugasemd barst frá Jóhönnu Gísladóttir Hjöllum 20, Patreksfirði. í erindi Jóhönnu mótmælir hún því að skipulagsreiturinn nái yfir eignaland hennar að Stekkum 23A landnúmer 140191. M.t.t athugasemdar Jóhönnu Gísladóttur hefur skipulagsreitur verið færður út fyrir lóðamörk við Stekka 23A. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir skipulagsbreytinguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010 að undangengnu samþykki bæjarstjórnar.




12. júlí 2012 – Bæjarráð

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði. Breytingin felur í sér að bætt er inn slóða austan deiliskipulagssvæðisins þar sem fyrirhugað er að koma fyrir aðkomu að svæðinu á framkvæmdatíma ofanflóðavarnanna. Gert er ráð fyrir að komið verði fyrir ræsi þar sem slóðinn mun þvera lækjarfarveg austast á svæðinu. Slóðinn mun að framkvæmdum loknum nýtast sem útivistarstígur. Deiliskipulagsmörk stækka umhverfis stíginn. Stígurinn nær austan og ofan við Sigtún, ofan Hjalla og Stekka og að fyrirhuguðum ofanflóðamannvirkjum. Einnig verður stígurinn ofan Stekka færður m.t.t. endanlegra hönnunargagna út fyrir lóðarmörk Stekka 23A og jafnframt til að minnka enn frekara rask á minjum sem eru á svæðinu. Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 með viðeigandi lagagreinum að undangengnu mati Skipulagsstofnunar um hvort um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða.




6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði. Breytingin felur í sér að bætt er inn slóða austan deiliskipulagssvæðisins þar sem fyrirhugað er að koma fyrir aðkomu að svæðinu á framkvæmdatíma snjóflóðavarnanna. Gert er ráð fyrir að komið verði fyrir ræsi þar sem slóðinn mun þvera lækjarfarveg austast á svæðinu. Slóðinn mun að framkvæmdum loknum nýtast sem útivistarstígur. Deiliskipulagsmörk stækka umhverfis stíginn. Stígurinn nær austan við Sigtún, fyrir ofan Sigtún, ofan við bæinn og að varnarmannvirkjunum. Einnig verður stígurinn ofan Stekka færður m.t.t. endanlegra hönnunargagna og færður út fyrir lóðarmörk Stekka 23A og einnig til að minnka enn frekar rask á minjum sem eru á svæðinu. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 með viðeigandi lagagreinum að undangengnu mati Skipulagsstofnunar um hvor óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða.