Hoppa yfir valmynd

Erindi frá Opus lögmenn deiliskipulag í Haukabergi

Málsnúmer 1207015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekið fyrir erindi frá Opus lögmönnum f.h. Haraldar Einarssonar, frá 20. júní s.l., þar sem skorað er á Vesturbyggð að láta fara fram deiliskipulag á landinu Haukabergi, landnúmer 139807, sem taki mið af lóðarleigusamningi Haraldar Einarssonar, frá 10. maí 2008.
Skipulags -og byggingarnefnd bendir á að samkv. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 123/2010 ber viðkomandi sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. sömu laga getur landeigandi eða framkvæmdaaðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. Með hliðsjón af fyrrgreindum lagaákvæðum telur skipulags- og byggingarnefnd eðlilegt að eigi að ráðast í að deiliskipuleggja hluta lands Haukabergs þó verði slíkt ekki gert nema í samráði og samvinnu við eigendur jarðarinnar Haukabergs. Afstaða eigenda Haukabergs til deiliskipulags á jörðinni liggur hins vegar ekki fyrir. Þá ítrekar skipulags- og byggingarnefnd að deiliskipulag þarf ætíð að vera í samræmi við gildandi aðalskipulag hverju sinni.
Þar sem ekki liggur fyrir afstaða eigenda jarðarinnar Haukabergs til erindis Haraldar Einarssonar um að ráðist verði í deiliskipulag á svæðinu er afgreiðslu erindis frestað meðan kannað er með afstöðu eigenda jarðarinnar Haukabergs til framkomins erindis um að svæðið verði deiliskipulagt.




12. júlí 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekið fyrir erindi frá Opus lögmönnum þar sem þess er farið á leit f.h. Haraldar Einarssonar, kt. 220658-6519 að Vesturbyggð láti vinna deiliskipulag á landinu Haukabergi á Barðaströnd landnúmer 139807 . Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í fyrrgreint erindi en tekur fram að slík skipulagsvinna á landi í einkaeign verði ekki unnið án undangenginnar beiðni eða samþykkis landeiganda/landeigenda, en slíkt liggur ekki fyrir. Þá telur skipulags- og byggingarnefnda að kostnaður við skipulagsvinnu verði að vera í höndum landeigenda eða framkvæmdaraðila sbr. 2. mgr. 38. gr. laga nr. 123/2010.