Hoppa yfir valmynd

ábyrgðaryfirlýsing vegna urðunarstaðar í Vatneyrarhlíðum.

Málsnúmer 1207043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. júlí 2012 – Bæjarráð

Lögð fram ábyrgðaryfirlýsing Vesturbyggðar vegna urðunarstaðar í Vatnseyrarhlíðum:
”Sveitarstjórn Vesturbyggðar ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélagsins í Vatnseyrarhlíðum, sbr. 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Vesturbyggðar er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 41. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.“
Bæjarráð samþykkir ábyrgðaryfirlýsinguna samhljóða.