Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. júlí 2012 og hófst hann kl. 08:30
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Fundargerðir til kynningar
Fundargerðir til staðfestingar
Almenn erindi
3. Innkaupastefna Vesturbyggðar
Lagðar fram innkaupareglur og innkaupastefna Vesturbyggðar.
Rætt var um framlagðar reglur.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og vísar reglunum til næsta fundar bæjarráðs.
4. Skólamáltíðir 2012-2013
Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, skrifstofustjóra dags. 11.júlí sl. ásamt fylgigögnum um skólamáltíðir 2012-2013.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að kostnaðarreikna mismunandi útfærslu á þjónustu varðandi skólamáltíðir.
5. ábyrgðaryfirlýsing vegna urðunarstaðar í Vatneyrarhlíðum.
Lögð fram ábyrgðaryfirlýsing Vesturbyggðar vegna urðunarstaðar í Vatnseyrarhlíðum:
”Sveitarstjórn Vesturbyggðar ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélagsins í Vatnseyrarhlíðum, sbr. 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Vesturbyggðar er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 41. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.“
Bæjarráð samþykkir ábyrgðaryfirlýsinguna samhljóða.
6. Langahlíð, 18 20 og 22 á Bíldudal. Svar við fyrirspurn Vesturbyggðar
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 3. júlí sl. varðandi uppkaupahús við Lönguhlíð 18 á Bíldudal. Í bréfinu er staðfest að Ofanflóðasjóður mun taka þátt í kostnaði við flutningi hússins af núverandi lóð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa fasteignina Lönguhlíð 18 til sölu með þeirri kvöð að það verði flutt á nýja lóð innan Bíldudals.
Lagt fram svarbréf umhverfisráðuneytisins dags. 9. júlí sl. ásamt fylgisskjölum við erindi Vesturbyggðar frá 19. júní sl. varðandi nýtingu uppkaupahúsa við Langahlíð 20 og 22 á Bíldudal. Í svarbréfi ráðuneytisins er sveitarfélaginu heimilað að leigja út húsin við Lönguhliði 20 og 22 til sumardvalar með þinglýstum skilyrðum um að dvöl í þeim sé óheimil á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa fasteignirnar Lönguhlíð 20 og Lönguhlíð 22 til langtímaleigu með kvöðum um nýtingartíma og viðhald eignanna.
7. Umsóknir um framlög úr Jöfnuarsjóði Sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013
umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að senda inn umsóknir til Jöfnunarsjóðs fyrir 10. ágúst nk. fyrir þá nemendur sem sótt hafa um styrk til tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
8. Lántaka 2012 Lánasjóður sveitarfélaga
”Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 35.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. . Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna 10.000.000 kr. af afborgunum sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2012 auk þess að fjármagna 25.000.000 kr. framkvæmdir við lóð grunnskólans á Patreksfirði., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þóri Sveinssyni, starfandi bæjarstjóra, kt. 210253-2899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30