Hoppa yfir valmynd

Póst-og fjarskiptastofnun lokun póstafgreiðslu á Bíldudal ósk um umsögn

Málsnúmer 1209082

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. október 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 18. september 2012 frá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslu Íslandspósts á Bíldudal en þess í stað verði þjónustan með póstbíl. Dreifing verður í höndum póstbíls/bílstjóra. Allar sendingar munu fara frá Patreksfirði og verða heimili og fyrirtæki á Bíldudal heimsótt og hægt verður að póstleggja hjá bílstjóra póstbílsins. Einnig verður hægt að panta þjónustu/viðkomu í síma á viðverutíma starfsmanns. Í hjálögðu bréfi Íslandspósts (fylgiskjal með bréfi Póst- og fjarskiptastofnunar) kemur fram ?að í stað afgreiðslu munu íbúar fá þjónustu með heimakstri 5 sinnum í viku, sambærilegri og er í sveitum og minni bæjarfélögum. Póstkassi verður á Bíldudal og leitað verður leiða til að fá aðila til að selja frímerki í þorpinu.?
Bæjarráð harmar lokun póstafgreiðslunnar á Bíldudal. Með því tapast opinber störf. Enn og aftur er vegið að þjónustu á vegum ríkisins á staðnum, nú þegar loks hillir í bjartari framtíð í atvinnumálum og fjölgun íbúa á Bíldudal. Mikilvægt er fyrir byggðakjarna eins og Bíldudal að hafa sýnilega þjónustu og fjölbreytt atvinnutækifæri. Bæjarráð óskar eftir að Íslandspóstur haldi fund með íbúum Bíldudals um þjónustu fyrirtækisins á staðnum.