Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #654

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. október 2012 og hófst hann kl. 13:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Afbrigði dagskrár: Samþykkt samhljóða að taka fyrir kauptilboð í fasteignina Urðargata 23 n.h. sem 25. lið dagskrár.

Almenn erindi

1. Íbúasamtök Bíldudals staðsetning hraðbanka

Lagt fram afrit af bréfi til Landsbankans dags. 19. september 2012 frá Ásu Dóru Finnbogadóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Bíldudals ásamt fylgiskjali þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun um staðsetningu hraðbanka Landsbankans í íþróttahúsinu Byltu, Bíldudal vegna takmörkunar á aðgengi að hraðbankanum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka óskir við forsvarsmenn Landsbankans um möguleika á að fá útibanka þannig að hægt verði að bjóða þjónustu hraðbankans 24 klst. á sólarhring.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tilboð í Urðargötu 23 nh.

Lagt fram kauptilboð dags. 26. sept sl. í fasteignina Urðargötu 23 n.h. frá Hafdísi Finnbogadóttur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera gagntilboð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Beiðni um framlag vegna lokaáfanga gerðar nýtingaráætlunar strandsvæða Arnarfjarðar

Lagt fram bréf dags. 4. sept. sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga þar óskað er að Vesturbyggð taki til umfjöllunar greinargerð vegna verkefnis um skipulag strandsvæða á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Fjárhagsáætlun 2013

Skrifstofustjóri gerði grein fyrir stöðu vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Jöfnunarsjóður framlag vegna núbúafræðslu 2013

Lagt fram bréf dags. 4. sept. sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga vegna framlaga til nýbúafræðslu 2013.
Umsókn Vesturbyggðar var send til Jöfnunarsjóðs 15. sept. sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Ársfundur Jöfnunarsjóða 26.sept.2012

Lagt fram bréf dags. 3.sept. sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að ársfundur Jöfnunarsjóðs 2012 verði haldinn 26. september 2012 kl. 16.00-18:30 í sal H-I á 2. hæð Hilton Hótel Nordica.
Þrír fulltrúar Vesturbyggðar mættu á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Erindi frá Módelsmiðju Vestfjarða

Lagt fram bréf dags. 11. september sl. frá Gísla Einari Sverrissyni, form. Módelsmiðju Vestfjarða, með ósk um viðræður um nýtingu á ?Wembley? fyrrum íþróttavelli til að halda flugsamkomur á vegum félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Undirskrifatrlisti frá íbúum Lönguhlíðar

Lagður fram undirskriftarlisti 12 íbúa við Lönguhlíð, Bíldudal þar sem óskað er að brekkan á milli Lönguhlíðar 20 og 22 verði opnuð aftur fyrir umferð.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Póst-og fjarskiptastofnun lokun póstafgreiðslu á Bíldudal ósk um umsögn

Lagt fram bréf dags. 18. september 2012 frá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslu Íslandspósts á Bíldudal en þess í stað verði þjónustan með póstbíl. Dreifing verður í höndum póstbíls/bílstjóra. Allar sendingar munu fara frá Patreksfirði og verða heimili og fyrirtæki á Bíldudal heimsótt og hægt verður að póstleggja hjá bílstjóra póstbílsins. Einnig verður hægt að panta þjónustu/viðkomu í síma á viðverutíma starfsmanns. Í hjálögðu bréfi Íslandspósts (fylgiskjal með bréfi Póst- og fjarskiptastofnunar) kemur fram ?að í stað afgreiðslu munu íbúar fá þjónustu með heimakstri 5 sinnum í viku, sambærilegri og er í sveitum og minni bæjarfélögum. Póstkassi verður á Bíldudal og leitað verður leiða til að fá aðila til að selja frímerki í þorpinu.?
Bæjarráð harmar lokun póstafgreiðslunnar á Bíldudal. Með því tapast opinber störf. Enn og aftur er vegið að þjónustu á vegum ríkisins á staðnum, nú þegar loks hillir í bjartari framtíð í atvinnumálum og fjölgun íbúa á Bíldudal. Mikilvægt er fyrir byggðakjarna eins og Bíldudal að hafa sýnilega þjónustu og fjölbreytt atvinnutækifæri. Bæjarráð óskar eftir að Íslandspóstur haldi fund með íbúum Bíldudals um þjónustu fyrirtækisins á staðnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fjárlaganefnd Alþingis fundardagar sveitarfélaga í tengslum við fjárlagafrumvarp 2013

Lagt fram bréf dags. 3. september 2012 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem fulltrúum sveitarfélaga er boðið að koma til fundar við nefndina 8., 10. 12. og 15. október nk.
Fulltrúar frá Vesturbyggð fá fund með fjárlaganefnd Alþingis þann 12. okt. nk. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Umhverfisráðuneytið drög að frummvarpi til náttúruverndalaga

Lagt fram bréf dags. 3. september 2012 frá umhverfis- og auðlindarráðuneyti þar sem óskað er umsagnar sveitarfélaga um frumvarp að náttúruverndarlögum.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Alþingi Velferðarnefnd beiðni um umsögn mál.nr.65 barnaverndarlög

Lagt fram tölvubréf dags. 21.september 2012 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar sveitarfélaga um frumvarp til laga um barnaverndarlög ? 65. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Fjarðarlax svæði fyrir fóðurstöð á Þúfneyri

Mættir til viðræðna við bæjarráð Jón Örn Pálsson, svæðisstjóri Fjarðalax ehf, Ingólfur Sigfússon, verkstjóri hjá Fjarðalax ehf og Ármann Halldórsson, byggingarfulltrúi um svæði fyrir fóðurstöð við Þúfneyri við Patreksfjörð.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til byggingarfulltrúa til aðal- og deiliskipulagsvinnu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Jöfnunarsjóður áætlun um heildargreiðslur húsaleigubóta 2013

Lagt fram bréf dags. 5. sept sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir áætlun á heildargreiðslu sveitarfélagsins á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2013.
Áætlunin var send til Jöfnunarsjóðs 15. sept. sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Jöfnunarsjóður framlag fasteignatekna 2012 uppgjör

Lagt fram bréf dags. 30. ágúst sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er uppgjör á úthlutuðu framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012. Framlag til Vesturbyggðar nam 55,4 millj.kr.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Jöfnunarsjóður framlög vegna sérþarfir fattlaðra 2013

Lagt fram bréf dags. 4. sept. sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga vegna framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2013.
Umsókn Vesturbyggðar var send til Jöfnunarsjóðs 20.sept.sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Jöfnunarsjóður skólaakstur 2013

Lagt fram bréf dags. 4. sept. sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga vegna skólaaksturs úr dreifbýli 2013.
Umsókn Vesturbyggðar var send til Jöfnunarsjóðs 20.sept.sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Jöfnunarsjóður framlög til reksturs grunnskóla 2013

Lagt fram bréf dags. 4. sept. sl. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er upplýsinga vegna almennra framlaga til reksturs grunnskóla 2013.
Umsókn Vesturbyggðar var send til Jöfnunarsjóðs 20.sept.sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

14. Vaxvest fundargerðir stjórnar nr.1 til 13

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Vaxvest nr. 1 til 13.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Fjórðungss. Vf. fundargerð stjórnar 16.08.12

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 16. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Fjórðungss.Vf.fundargerð stjórnar 280812

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 28. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Fjórðungss.Vf.fundargerð stjórnar 110912

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 11. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Heil-Vest fundargerð stjórnar nr.88

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða nr. 88 frá 31. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


25. Atvest stjórnarfundir nr.148-149-150 og 151

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Atvest nr. 148, 149, 150 og 151.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til staðfestingar

20. Bæjarráð - 653

Fundargerð bæjarráðs nr. 653 lögð fram til staðfestingar. Staðfest samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30