Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdasýsla snjóflóðavarnir tillaga að töku tilboðs

Málsnúmer 1211015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. nóvember 2012 – Bæjarráð

Vísað er í bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 22.10.2012 þar sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur lokið yfirferð tilboða í verkefið og eftir athugun á fjárhagsstöðu og reynslu fyrirtækisins í samræmi við ÍST 30 og reglur innkaup ríkisins kom ekkert það í ljós sem mæli gegn fyrirtæki sem verktaka í þessu verki. Framkvæmdasýsla ríkisins leggur til að tilboði Verktakafyrirtækisins Glaums ehf. í verkið verði tekið.

Tilboð fyrirtækisins var 187.773.000 kr. sem er 75,8% af kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslunnar. Farið hafa fram skýringarviðræður við verktakann þar sem fulltrúar FSR og Vesturbyggðar hafa meðal annars lagt ríka áherslu á góða umgengni á vinnustað, kurteisi og tillitssemi í samskiptum og ríka upplýsingagjöf til íbúa bæjarins. Fyrir liggur tillaga að viðbótargrein í verksamning um þetta efni, sem allir aðilar hafa samþykkt.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að taka framangreindu tilboði, með vísan í umrædda viðbótargrein, og felur bæjarstjóra að senda staðfestingu þess efnis til Framkvæmdasýslu ríkisins.