Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #662

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. nóvember 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll.

    Samþykkt voru tvö afbrigði:
    1. Vegna vetrarþjónustu Vegagerðarinnar .
    2. Ályktun vegna sameiningar prestakalla á sunnanverðum Vestfjörðum.

    Almenn erindi

    1. Alþingi velferðarnefnd jafnt búsetuform barna mál 152 beiðni um umsögn

    Lagt fram erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um þingmál nr. 152, þingsályktun um jafnt búsetuform barna.

      Málsnúmer 1211012

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Söguf.Barðastrandars.ályktun aðalfundar

      Lögð fram ályktun frá áðalfundi Sögufélags Barðastrandarsýslu varðandi ritun sögu Vesturbyggðar. Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar erindið en sér ekki tækifæri á að taka þátt í þessu góða verkefni að þessu sinni. Bæjarstjóra falið að ræða við formann Sögufélagsins um málið.

        Málsnúmer 1211014

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. SEEDS samstarfsverkefni sumarið 2013

        Lagt fram erindi frá SEEDS samtökunum þar sem óskað er eftir samstarfi um umhverfisverkefni sumarið 2013. Erindið er samþykkt og er bæjarstjóra falið að klára samninga við SEEDS í samræmi við heimildir í fjárhagsáælun 2013.

          Málsnúmer 1211018

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Framkvæmdasýsla snjóflóðavarnir tillaga að töku tilboðs

          Vísað er í bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 22.10.2012 þar sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur lokið yfirferð tilboða í verkefið og eftir athugun á fjárhagsstöðu og reynslu fyrirtækisins í samræmi við ÍST 30 og reglur innkaup ríkisins kom ekkert það í ljós sem mæli gegn fyrirtæki sem verktaka í þessu verki. Framkvæmdasýsla ríkisins leggur til að tilboði Verktakafyrirtækisins Glaums ehf. í verkið verði tekið.

          Tilboð fyrirtækisins var 187.773.000 kr. sem er 75,8% af kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslunnar. Farið hafa fram skýringarviðræður við verktakann þar sem fulltrúar FSR og Vesturbyggðar hafa meðal annars lagt ríka áherslu á góða umgengni á vinnustað, kurteisi og tillitssemi í samskiptum og ríka upplýsingagjöf til íbúa bæjarins. Fyrir liggur tillaga að viðbótargrein í verksamning um þetta efni, sem allir aðilar hafa samþykkt.

          Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að taka framangreindu tilboði, með vísan í umrædda viðbótargrein, og felur bæjarstjóra að senda staðfestingu þess efnis til Framkvæmdasýslu ríkisins.

            Málsnúmer 1211015

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Atvinnuráðuneytið byggðakvóti 2012-2013

            Lögð fram gögn um byggðakvóta 2012-2013 fyrir Vesturbyggð. Guðrún Eggertsdóttir og Ásthildur Sturludóttir lýstu sig vanhæfa til umræðu og ákvarðanatöku í málinu og viku af fundi undir þessum lið.
            Bæjarráð samþykkir:
            Vesturbyggð, Brjánslækur.
            Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta Brjánslækjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
            a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: .. miðað við landaðan afla í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu....o.s.frv.
            b) Ákvæði 1. málsl. 6. gr. breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur ....o.s.frv.
            Vesturbyggð, Bíldudalur.
            Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta Bíldudals með eftirfarandi viðauka/breytingum:
            a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: ....á tímabilinu 1. september 2012 til 30. september 2012.

              Málsnúmer 1210071 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Fjárhagsáætlun 2013

              Rætt um fjárhagsáætlun 2013. Farið yfir viðbótartillögur og fjárhagsáætlanir einstaka deilda. Tillögur samþykktar með breytingum og vísað til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

                Málsnúmer 1208043 12

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Mótmæli vegna sameiningar prestakalla á sunnanverðum Vestfjörðum.

                Bæjarráð Vesturbyggðar harmar niðurstöðu Kirkjuþings sem samþykkti að sameina prestaköll á sunnanverðum Vestfjörðum og leggja niður embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli sem jafnframt þjónaði Barðaströnd. Í framhaldi eigi að auglýsa 50% starf prests í Patreksfjarðarprestakalli til viðbótar við núverandi embætti sóknarprests. Bæjarráð krefst þess að Biskupsstofa komi með 50% starf á móti því sem lagt er niður, til þess að starfið verði eftirsóknarverðara til umsóknar, þar sem ólíklegt er að aðili flytjist búferlum fyrir einungis hálft starf. Enn og aftur upplifa íbúar sunnanverðra Vestfjarða að opinber störf eru lögð niður með tilheyrandi neikvæðum áhrifum og byggðaröskun.

                  Málsnúmer 1211070

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Snjómokstur í Vesturbyggð

                  Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir fundi með Vegagerðinni um vetrarþjónustu í Vesturbyggð. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á svæðinu.

                    Málsnúmer 1211071 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    5. Umhverfis-og auðlindar. varðar skipan í Breiðafjarðarnefnd

                    Lagt fram svarbréf frá Umhverfis-og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps vegna skipunar fulltrúa sveitarfélaganna í Breiðafjarðarnefnd en ráðuneytið fór ekki eftir tilnefningu sveitarfélaganna í nefndina. Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega svörum ráðuneytisins en þar er vísað er 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

                      Málsnúmer 1211022

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30