Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 173

Málsnúmer 1212006F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. desember 2012 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 8. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, GE og bæjarstjóri.
1.tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsvæði á Bíldudal.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal, Aðalstrætis 100 og nágrennis tekin fyrir. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl. 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræða skapaðist á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan, þ.e. skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.
2.tölul.: Deiliskipulag urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði.
Tillaga af deiliskipulagi, þ.e. uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði unnið af Landmótun ehf tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og meðfylgjandi umhverfisskýrslu og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.
3.tölul.: Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrennis, Patreksfirði.
Tillaga að deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 100 og nágrennis, Patreksfirði tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna með fyrirvara um að forminjar verði skráðar inn á uppdrátt og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.tölul.: Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrennis í Patreksfirði.
Tillaga að deiliskipulagi vegna Hlaðseyri og nágrennis í Patreksfirði tekin fyrir. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða umsögn umsagnaraðila og felur byggingarfulltrúa að leita umsagnar hlutaðeigandi aðila.

6.tölul.: Deiliskipulag á Látrabjargi.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsvinnu Látrabjargs og nágrennis tekin fyrir. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
8.tölul.: Umsókn um stækkun lóðar að Strandgötu 9, Bíldudal.
Bæjarstjórn vísar í bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur bæjarstjóra að óska eftir kynningu frá fyrirsvarsmönnum Rækjuvers ehf á framtíðaráformum fyrirtækisins á Bíldudal.
Fundargerðin staðfest samhljóða.