Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #253

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. desember 2012 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 253. fundar mánudaginn 10. desember 2012 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.
    Forseti óskaði eftir af

    Til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 252

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1211012F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Vestur-Botn - 6

      Til máls tóku: Bæjarstjóri og GE.
      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1211010F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        3. Bæjarráð - 663

        Fundargerðin er í 16. töluliðum.
        Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1211015F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Félagsmálanefnd - 11

          Fundargerðin er í 3. töluliðum.
          Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1210005F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Félagsmálanefnd - 12

            Fundargerðin er í 7. töluliðum.
            Fundargerðin staðfest samhljóða.

              Málsnúmer 1212007F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skipulags- og byggingarnefnd - 171

              Fundargerðin er í 8. töluliðum.
              Til máls tók: Forseti.
              2.tölul.: Deiliskipulag Dufansdal ? Efri land II.
              Vegna formgalla er deiliskipulag vegna Dufansdal Efra land II frá árinu 2010 með síðari tíma breytingum ógild. Bæjarstjórn tekur fyrir nýja deiliskipulagstillögu af Dufansdal Efra land II unna af Magnúsi Halldórssyni kt. 010455-3409. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
              Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
              3.tölul.: Deiliskipulag Kirkjuhvammi á Rauðasandi.
              Vegna formgalla er deiliskipulag vegna Kirkjuhvamms á Rauðasandi með síðari tíma breytingum ógild. Bæjarstjórn tekur fyrir nýja deiliskipulagstillögu af Kirkjuhvammi á Rauðasandi unna af Studio Granda. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
              Fundargerðin staðfest samhljóða.

                Málsnúmer 1211007F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Skipulags- og byggingarnefnd - 172

                Fundargerðin er í 3. töluliðum.
                Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1212005F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Skipulags- og byggingarnefnd - 173

                  Fundargerðin er í 8. töluliðum.
                  Til máls tóku: Forseti, GE og bæjarstjóri.
                  1.tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsvæði á Bíldudal.
                  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal, Aðalstrætis 100 og nágrennis tekin fyrir. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl. 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræða skapaðist á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan, þ.e. skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.
                  2.tölul.: Deiliskipulag urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði.
                  Tillaga af deiliskipulagi, þ.e. uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði unnið af Landmótun ehf tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og meðfylgjandi umhverfisskýrslu og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.
                  3.tölul.: Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrennis, Patreksfirði.
                  Tillaga að deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 100 og nágrennis, Patreksfirði tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna með fyrirvara um að forminjar verði skráðar inn á uppdrátt og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
                  4.tölul.: Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrennis í Patreksfirði.
                  Tillaga að deiliskipulagi vegna Hlaðseyri og nágrennis í Patreksfirði tekin fyrir. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða umsögn umsagnaraðila og felur byggingarfulltrúa að leita umsagnar hlutaðeigandi aðila.

                  6.tölul.: Deiliskipulag á Látrabjargi.
                  Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsvinnu Látrabjargs og nágrennis tekin fyrir. Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar.
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
                  8.tölul.: Umsókn um stækkun lóðar að Strandgötu 9, Bíldudal.
                  Bæjarstjórn vísar í bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur bæjarstjóra að óska eftir kynningu frá fyrirsvarsmönnum Rækjuvers ehf á framtíðaráformum fyrirtækisins á Bíldudal.
                  Fundargerðin staðfest samhljóða.

                    Málsnúmer 1212006F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Almenn erindi

                    9. Sóknaráætlun Vestfjarða

                    Lagt fram bréf dags. 5. des. 2012 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með beiðni um tilnefningu í samráðshóp um Sóknaráætlun Vestfjarða (sóknaráætlun landshluta).
                    Til máls tók: Forseti.
                    Bæjarstjórn tilnefnir Ásgeir Sveinsson sem aðalmann í samráðshópinn og varamaður hans verði Gunnar Ingvi Bjarnason og Arnheiði Jónsdóttur sem aðalmann í samráðshópinn og varamaður hennar verði Jón Árnason.

                      Málsnúmer 1212014

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Fjárhagsáætlun 2013

                      Lagt fram frumvarp til síðari umræðu að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2013 ásamt 3ja ára áætlun 2014-2016. Lagður fram listi með breytingartillögum þannig að heildartekjur hækki um 1.211 þús.kr. og heildarútgjöld hækki um 1.989 þús.kr. eða 778 þús.kr. nettóhækkun útgjalda.
                      Ennfremur: ?Kannað verður með kosti þess að bæjarráð skipi stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf og taki breytingin gildi frá og með næsta aðalfundi Fasteigna Vesturbyggðar.?
                      Bæjarstjóri flutti yfirlit yfir breytingar frá fyrri umræðu.
                      Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri og forseti.
                      Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 43 millj.kr., fjármagnsliðir eru 85 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan því neikvæð um 42 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 59 millj.kr. Fjárfestingar 20 millj.kr., afborganir langtímalána 87 millj.kr. og lántökur 77 millj.kr.
                      Fjárhagsáætlun 2013, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 3ja ára áætlun 2014-2016, útsvarsprósenta verði óbreytt frá fyrri umræðu eða 14,48%, álagningarstuðlar fasteignagjalda óbreytt frá fyrri umræðu og reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og þjónustugjaldskrár samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 1208043 12

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00