Hoppa yfir valmynd

Varðandi breytingar á fasteignagjöldum

Málsnúmer 1301041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. apríl 2013 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga Arnheiðar Jónsdóttur um lækkun fasteignagjalda til frístundahúsaeigenda með lögheimili í Vesturbyggð. Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi sorpmál við frístundahús. Bæjarráð hafnar erindinu.




5. mars 2013 – Bæjarráð

Svar við erindi frá Arnheiði Jónsdóttur bæjarfulltrúa sem lagt var fram á bæjarstjórnarfundi nr. 254.
Bæjarstjóra falið að kanna samstarf við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um námskeið fyrir íbúa í sorpflokkun og moltugerð. Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum um sorpmagn og endurvinnslu á heimasíðu Vesturbyggðar með reglubundnum hætti og sett verði fram markmið um bættan árangur í endurvinnslu og flokkun þannig að merkjanlegt verði að urðaður úrgangur minnki.




12. febrúar 2013 – Bæjarráð

Framhald frá síðasta fundi.
Lagðar fram samanburðartölur um fasteignagjöld í öðrum sveitarfélögum. Óskað eftir frekari gögnum vegna málsins. Máli frestað til næsta fundar.




28. janúar 2013 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga og fyrirspurn Arnheiðar Jónsdóttur frá bæjarstjórnarfundi nr 254 um breytingu á fasteignagjöldum.
Frestað til næsta fundar.