Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #667

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 28. janúar 2013 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Nýting vatnsréttinda jarðarinnar Kross

    Lagt fram bréf frá Ólafi Hauki Magnússyni þar sem óskað er eftir því að gengið verði til samningaviðræðna um nýjan samning milli landeigenda og sveitarfélagsins til hagnýtingar vatns í landi jarðarinnar Kross gegn sanngjörnu endurgjaldi. Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins viðræður við landeigendur á Krossi um málið.

      Málsnúmer 1301016

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Greinargerð vegna skaðabótamáls vegna byggingar og hönnunar Bröttuhlíðar.

      Lögð er fram greinargerð Björns Jóhannessonar, hrl. vegna dómsmáls sem nú er rekið af hálfu Vesturbyggðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur byggingarstjóra, múrarameistara og burðarþolshönnuði íþróttahússins Brattahlíðar ásamt tryggingarfélögum þeirra, til viðurkenningar á bótaskyldu vegna þess tjóns Vesturbyggðar sem rekja má til galla í æfingasal í íþróttahúsinu, sem lýsir sér með sigi á steyptri þakplötu yfir æfingasal íþróttahússins og skekkju/formbreytingu í austurvegg æfingasalarins.

      Eins og fram kemur í greinargerðinni var af hálfu Vesturbyggðar aflað matsgerðar dómkvaddra matsmanna til að leggja mat á ástæður fyrrgreindra galla og meta kostnað við úrbætur. Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna liggur nú fyrir og er niðurstaða þeirra afdráttarlaus um það að gallana megi alfarið og eingöngu rekja til mistaka burðarþolshönnuðar við hönnun þakplötunnar og bita yfir gluggum á austurvegg æfingasalarins. Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu hefur tryggingarfélag burðarþolshönnuðarins fallist á að greiða Vesturbyggð vátryggingarfjárhæð starfsábyrgðartryggingar hönnuðarins auk vaxta svo og allan útlagðan kostnað Vesturbyggðar vegna lögfræðikostnaðar og matskostnaðar. Endanleg upphæð sem Sjóvá hf. mun greiða er kr. 11.679.566.- og skiptist þannig:

      Höfuðstóll vátryggingarfjárhæðar starfsábyrgðartryggingar
      hönnuðar, framreiknað til 1.10.2003. kr. 6.037.860.-
      Vextir samkv. 8. gr. vaxtalaga í fjögur ár. Kr. 2.155.313.-
      Útlagt vegna reikninga matsmanna kr. 1.904.147.-
      Lögfræðikostnaður sv.fél. kr. 1.082.246.-
      Greitt vegna útlagðs kostnaðar á fyrri stigum málsins. kr. 500.000.-
      Samtals kr. 11.679.566,-

      Í greinargerð Björns kemur fram að í ljósi þess hvers afdráttarlaus niðurstaða matsgerðarinnar er varðandi ástæður gallanna , sé hæpið að halda áfram með fyrrgreint dómsmál gagnvart byggingarstjóra og múrarameistara hússins eða tryggingarfélagi byggingarstjórans. Björn leggur til að málið verði fellt niður gagnvart þessum aðilum svo og tryggingarfélagi burðarþolshönnuðarins gegn þeirri greiðslu sem félagið hefur fallist á að greiða til Vesturbyggðar vegna málsins.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þær tillögur sem fram koma í greinargerð Björns varðandi framhald málsins.

        Málsnúmer 1301044

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Varðandi breytingar á fasteignagjöldum

        Lögð fram tillaga og fyrirspurn Arnheiðar Jónsdóttur frá bæjarstjórnarfundi nr 254 um breytingu á fasteignagjöldum.
        Frestað til næsta fundar.

          Málsnúmer 1301041 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Fundargögn til bæjarfulltrúa

          Lögð fram tillaga frá Arnheiði Jónsdóttur um að 2. varamaður hvors lista bæjarstjórnar hafi aðgang að fundargögnum.
          Samþykkt og bæjarstjóra falið að óska eftir auknum aðgangi.

            Málsnúmer 1301039

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Landsmót í skólaskák

            Lagt fram erindi frá Skáksambandi Íslands vegna landsmótsins í Skólaskák 2013 og ósk um að Vesturbyggð verði gestgjafi mótsins að þessu sinni 2.-5. maí og sjái um að hýsa keppendur.
            Bæjarráð samþykkir erindið.

              Málsnúmer 1301040

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Jarðhitarannsóknir í Vesturbyggð

              Lagður fram tölvupóstur frá Sölva Sólbergssyni vegna jarðhitarannsókna í Vesturbyggð. Bora á tvær holur á þeim stað þar sem líkur voru á að finna heitt vatn skv. niðurstöðum hitastigulsborana sl haust. Hlutur Vesturbyggðar verður að hámarki 300 þúsund krónur. Bæjarráð samþykkir framkvæmdina.

                Málsnúmer 1301002 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Athugasemd við vegna samþykktar um hundahald.

                Lið frestað til næsta fundar.

                  Málsnúmer 1210077 6

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Búfjársamþykkt, athugasemdir

                  Framhald umræðu frá bæjarráðsfundi nr. 665.
                  Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir eftirfarandi breytingu á 5. grein búfjársamþykktar Vesturbyggðar:

                  "Lausaganga stórgripa er bönnuð sbr. reglugerð um girðingar nr. 748/2002 og reglugerð um vörslu búfjár nr. 59/2000. Öllum umráðamönnum stórgripa í sveitarfélaginu á lögbýlum og utan þeirra er skylt að hafa þá í vörslu innan gripaheldra girðinga. Þó skal veitt undanþága frá ákvæðinu þannig að lausaganga stórgripa er heimil frá 10. júní til 10. september ár hvert."

                    Málsnúmer 1211097 12

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Styrkumsókn vegna heilbrigðisgjalds

                    Lögð fram styrkumsókn frá UMFB að upphæð 60.030 kr vegna greiðslu heilbrigðisgjalds sundlaugarinnar á Laugarnesi. Sundlaugin er aðeins opin yfir sumartímann.
                    Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir styrkumsóknina.

                      Málsnúmer 1301014

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      12. Styrkur vegna uppbyggingar á sýningu í Skrímslasetri á Bíldudal.

                      Lögð fram styrkbeiðni frá Félagi áhugamanna um skrímslasetur að upphæð 150 þúsund krónur vegna uppbyggingu á sýningu félagsins í Skrímslasetrinu á Bíldudal. Erindið samþykkt og vísað í almenna menningarstyrki.

                        Málsnúmer 1301019

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        13. Siðareglur bæjarstjórnar Vesturbyggðar

                        Lögð fram drög að siðareglum bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Frestað til næsta fundar.

                          Málsnúmer 1301022 4

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Til kynningar

                          2. Fundartímar bæjarráðs

                          Fundartímar bæjarráðs fram á vor lagðir fram til kynningar.

                          Áætlaðir fundir bæjarráðs vesturbyggðar verða sem hér segir næstu mánuði:
                          Bæjrráð: Febrúar, 5 og 12.
                          Bæjarstjórnarfundur 20 feb.
                          Bæjarráð: Mars, 5 og 12.
                          Bæjarstjórnarfundur 20 mars.
                          Bæjarráð: Apríl, 9 og 30, (15. ef þörf)
                          Bæjarstjórnarfundur 17 apríl.
                          Bæjarráð: Maí, 7 og 28.
                          Bæjarstjórnarfundur 17. maí.
                          Bæjarráð: Júní, 11 og 25.
                          Bæjarstjórnarfundur 19. júní

                            Málsnúmer 1301045

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

                            Lögð fram til kynningar tilkynning um landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga 2013. Ásgeir Sveinsson er fulltrúi Vesturbyggðar ásamt bæjarstjóra.

                              Málsnúmer 1301015

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Velferðarnefnd beiðni um umsögn um velferðarstefnu mál nr.470

                              Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn um þingmál nr. 470.

                                Málsnúmer 1301034

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Velferðarnefnd beiðni um umsögn framkvæmdaráætlun í barnavernd mál nr.458

                                Lögð fram beiðni um umsögn um þingmál nr. 458.

                                  Málsnúmer 1301035

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Velferðarnefnd beiðni um umsögn frumvarp til laga um sjúkraskrár mál nr.497

                                  Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn um lagafrumvarp nr. 497.

                                    Málsnúmer 1301038

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Tilkynnig:Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd verður Minjastofnun Íslands

                                    Lögð fram til kynningar tilkynning um stofnun Minjastofnunar Íslands, samhliða verða Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd verða lagðar niður.

                                      Málsnúmer 1301037

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      Fundargerðir til kynningar

                                      11. Bæjarráð - 666

                                      Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 666.

                                        Málsnúmer 1301004F

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        19. MÍ fundargerð stjórnar nr.130

                                        Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar MÍ nr. 130.

                                          Málsnúmer 1301031

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          20. MÍ fundargerð stjórnar nr.131

                                          Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar MÍ nr. 131.

                                            Málsnúmer 1301032

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00