Hoppa yfir valmynd

Greinargerð vegna skaðabótamáls vegna byggingar og hönnunar Bröttuhlíðar.

Málsnúmer 1301044

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. janúar 2013 – Bæjarráð

Lögð er fram greinargerð Björns Jóhannessonar, hrl. vegna dómsmáls sem nú er rekið af hálfu Vesturbyggðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur byggingarstjóra, múrarameistara og burðarþolshönnuði íþróttahússins Brattahlíðar ásamt tryggingarfélögum þeirra, til viðurkenningar á bótaskyldu vegna þess tjóns Vesturbyggðar sem rekja má til galla í æfingasal í íþróttahúsinu, sem lýsir sér með sigi á steyptri þakplötu yfir æfingasal íþróttahússins og skekkju/formbreytingu í austurvegg æfingasalarins.

Eins og fram kemur í greinargerðinni var af hálfu Vesturbyggðar aflað matsgerðar dómkvaddra matsmanna til að leggja mat á ástæður fyrrgreindra galla og meta kostnað við úrbætur. Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna liggur nú fyrir og er niðurstaða þeirra afdráttarlaus um það að gallana megi alfarið og eingöngu rekja til mistaka burðarþolshönnuðar við hönnun þakplötunnar og bita yfir gluggum á austurvegg æfingasalarins. Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu hefur tryggingarfélag burðarþolshönnuðarins fallist á að greiða Vesturbyggð vátryggingarfjárhæð starfsábyrgðartryggingar hönnuðarins auk vaxta svo og allan útlagðan kostnað Vesturbyggðar vegna lögfræðikostnaðar og matskostnaðar. Endanleg upphæð sem Sjóvá hf. mun greiða er kr. 11.679.566.- og skiptist þannig:

Höfuðstóll vátryggingarfjárhæðar starfsábyrgðartryggingar
hönnuðar, framreiknað til 1.10.2003. kr. 6.037.860.-
Vextir samkv. 8. gr. vaxtalaga í fjögur ár. Kr. 2.155.313.-
Útlagt vegna reikninga matsmanna kr. 1.904.147.-
Lögfræðikostnaður sv.fél. kr. 1.082.246.-
Greitt vegna útlagðs kostnaðar á fyrri stigum málsins. kr. 500.000.-
Samtals kr. 11.679.566,-

Í greinargerð Björns kemur fram að í ljósi þess hvers afdráttarlaus niðurstaða matsgerðarinnar er varðandi ástæður gallanna , sé hæpið að halda áfram með fyrrgreint dómsmál gagnvart byggingarstjóra og múrarameistara hússins eða tryggingarfélagi byggingarstjórans. Björn leggur til að málið verði fellt niður gagnvart þessum aðilum svo og tryggingarfélagi burðarþolshönnuðarins gegn þeirri greiðslu sem félagið hefur fallist á að greiða til Vesturbyggðar vegna málsins.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þær tillögur sem fram koma í greinargerð Björns varðandi framhald málsins.