Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 668

Málsnúmer 1302001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. febrúar 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: AJ, ÁSG, skrifstofustjóri, GE og forseti.
2.tölul. vísað til 10. dagskrárliðar.
3.tölul. vísað til 11. dagskrárliðar.

5.tölul.: Bæjarstjórn Vesturbyggð lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnumálum á Bíldudal nú þegar fyrir liggur að öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Arnfirðings ehf. hefur verið sagt upp störfum. Það er grafalvarleg staða fyrir lítinn byggðakjarna þegar um 10% af íbúum missir vinnu sína, sér í lagi þar sem atvinnulíf er fábreytt fyrir og fjöldi annarra starfa hafa tapast á undangengnum mánuðum.
6.tölul.: ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 77.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2013 að fjárhæð 70 milljónir auk þess að fjármagna fráveitu- og vatnsveituframkvæmdir að fjárhæð 7 milljónir króna, sbr. 3 gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
Fundargerðin staðfest samhljóða.




12. febrúar 2013 – Bæjarráð

Fundargerð síðasta bæjarráðsfundar lögð fram til kynningar.