Hoppa yfir valmynd

Skeljungur skil á lóð undir bátasvæði á Patreksfirði landnúmer 140241.

Málsnúmer 1306075

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Skeljungi kt. 590269-1749 í erindinu er óskað eftir skilum á iðnaðar og athafnarlóð nr. 140241. Á lóðinni var olíubyrgðarstöð sem nú er rifin. Erindinu fylgir úttektarskýrsla frá 31.1.2012 frá umhverfisstofnun vegna mengunareftirlits. Engin frávik eru á lokun svæðisins. Byggingarfulltrúi leggur fram minnisbréf frá 12.10.2011. í minnisbréfi byggingarfulltrúa kemur fram að jarðvegur á svæðinu er olíumengaður.
Skipulags- og byggingarnefnd furðar sig á vinnubrögðum Umhverfisstofnunnar á úttektinni á svæðinu og felur byggingarfulltrúa að óska eftir því við Skeljung að málið verði tekið fyrir að nýju m.t.t. þess að Skeljungi verði gert að hreinsa jarðverg fyrir 1. september 2013 með viðurkenndum aðferðum samanber bókun nefndarinna þann 12.1.2011 en Þar var eftirfarandi bókað ”Erindi frá Skeljungi hf. kt. 590269-1749, umsókn um byggingarleyfi til að rífa aflagðan gasolíugeymi sem stendur á lóð félagsins á hafnarsvæði Patreksfjarðar. Um er að ræða gasolíugeymi úr stáli sem hefur fastanúmer 212-4155 byggingarár 1951. Skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúi samþykkja erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að brotajárni úr geyminum og leiðslum að honum, olíumenguðum jarðvegi og öðrum úrgangi verði fargað á löglegan hátt og að lóðin falli án endurgjalds til Vesturbyggðar. Nefndin vísar erindinu til hafnarstjórnar.“
Einnig var bókað í hafnarstjórn Vesturbyggðar þann 18. Janúar 2011 eftirfarandi:
”Hafnarstjórn samþykkir leyfið með þeim skilyrðum að fyrirtækið fjarlægi mengaðan jarðveg ef um er að ræða vegna geymisins og þær leiðslur sem geyminum fylgja“