Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 184

Málsnúmer 1311012F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. desember 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, AJ og MÓH.
6.tölul.: Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.
Tekið fyrir deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100. Deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. október til 3 desember 2013.
Tvær athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Annars vegar frá N1, dags. 29. nóvember 2013 þar sem gerð var athugasemd við að farið sé inn á lóð félagsins og yfir mannvirki á henni með gatnatengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu. Jafnframt er aflögð önnur innkeyrslan frá Strandgötu. Óskað er eftir að bæði vegurinn sunnan lóðarinnar og innkeyrslurnar verði látnar vera eins og þær eru og til viðbótar verði einnig hægt að aka inn og út af lóðinni að sunnanverðu.
Hins vegar barst athugasemd frá Barða Sæmundssyni, dags. 20 nóvember 2013. Í athugasemdinni er bent á að með tillögunni mætti ekki þrengja frekar að athafnasvæði fyrirtækisins Loga m.v. núverandi ástand og að vegtenging á milli Aðalstrætis og Strandgötu verði löguð þar sem bent er á að skv. lögum á hún að vera 90° en ekki 45° eins og er nú og er óskað þess að það verði lagað í skipulagsvinnunni.
Lagt er til að tillögunni verði breytt til samræmis við athugasemdir og ábendingar fyrrnefndra og með þeim breytingum samþykkir bæjarstjórn tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.tölul.: Deiliskipulag - Iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.
Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal, greinargerð ódags. frá desember 2013 og uppdráttur dags. 4. desember 2013. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir tillöguna og gerir eftirfarandi athugasemdir;
Bæta þarf við umfjöllun um ofanflóðahættu þegar hún berst. Bæta þarf við afmörkun deiliskipulagssvæðis og hæðarlínum á grunnmynd deiliskipulagsins. Bæta þarf við samþykktartexta í greinargerð.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að gögn verði lagfærð til samræmis við áðurtaldar athugasemdir nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.