Hoppa yfir valmynd

Aðstöðumál við Patrekshöfn

Málsnúmer 1403016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. júní 2014 – Hafnarstjórn

Lagt fram erindi frá Fjarðalaxi í 3 liðum:
a. Vegna lóðar á hafnarsvæðis við horn á þekju og Eyrargötu. Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að útbúa lóðarleigusamning við Fjarðalax til 5 ára sem er endurnýjanlegur. Hafnarstjórn setur þau skilyrði að lóðin verði afgirt og frágengin innan árs og að umgengni verði snyrtileg.
b. Óskað eftir forkaupsrétti á Verbúðum við Patrekshöfn. Erindinu frestað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu hússin. Hafnarstjóra falið að kanna lagalega stöðu varðandi sölu hússins.
c. "Að Fjarðalax fái heimild til að nýta hluta portsins sem er norðan megin við umrætt hús (á milli þess og ?Gamla Odda") til að grafa niður ramp til lestunar flutningabíla, þétt við húsið og einnig að byggja umbúðageymslu. Teikningar að þessu verða sendar um leið og þær liggja fyrir." Málinu frestað þar til viðeigandi teikningar hafa borist.