Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #134

Fundur haldinn í Félagsheimilið Baldurshagi á Bíldudal, 3. júní 2014 og hófst hann kl. 20:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Auk þess sat Hlynur Aðalsteinsson og Guðný Sigurðardóttir fundinn.

Almenn erindi

1. Aðstöðumál við Patrekshöfn

Lagt fram erindi frá Fjarðalaxi í 3 liðum:
a. Vegna lóðar á hafnarsvæðis við horn á þekju og Eyrargötu. Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að útbúa lóðarleigusamning við Fjarðalax til 5 ára sem er endurnýjanlegur. Hafnarstjórn setur þau skilyrði að lóðin verði afgirt og frágengin innan árs og að umgengni verði snyrtileg.
b. Óskað eftir forkaupsrétti á Verbúðum við Patrekshöfn. Erindinu frestað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu hússin. Hafnarstjóra falið að kanna lagalega stöðu varðandi sölu hússins.
c. "Að Fjarðalax fái heimild til að nýta hluta portsins sem er norðan megin við umrætt hús (á milli þess og ?Gamla Odda") til að grafa niður ramp til lestunar flutningabíla, þétt við húsið og einnig að byggja umbúðageymslu. Teikningar að þessu verða sendar um leið og þær liggja fyrir." Málinu frestað þar til viðeigandi teikningar hafa borist.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Eggert Björnsson beiðni um leyfi fyrir legufæri fyrir smábáta í Patrekshöfn

Lagt fram erindi frá Eggerti Björnssyni um leyfi fyrir legufæri fyrir smábáta í Patrekshöfn. Hafnarráð þakkar sérlega fallegt, myndskreytt erindi og samþykkir það.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um lóð - Vatnskrók

Lagt fram erindi frá Guðrúnu Jónsdóttur fh. Bjargs fasteigna þar sem sótt er um lóð fyrir eign félagsins að Vatnskrók 7, Patreksfirði. Hafnarstjórn samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Sameiginleg ósk Odda og Fjarðalax um lóðarleigusamning milli Gamla Odda og Fjarðalax.

Lagt fram erindi frá Odda og Fjarðalax um lóðarleigusamning milli Gamla Odda og Fjarðalax. Erindið samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa deiliskipulagsbreytingu á hafnarsvæði vegna lóða við Oddagötu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsókn um gerð bílastæðis á hafnarsvæði

Lagt fram erindi frá Akstri og köfun ehf. þar sem óskað er eftir ca 35m x 22m svæði við Eyrargötu. Byggingarfulltrúa falið að útbúa leigusamning vegna svæðisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bláfánaafhending á Patreksfirði og Bíldudal.

Patreksfjarðarhöfn og Bíldudalshöfn mættu viðmiðum Bláfánans árið 2014 og er því Bláfánanum flaggað í báðum höfnum í ár.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hafnarmál á Patreksfirði. Viðlegurkantur, umhverfismál og smábátaaðstaða.

Rætt um flotbryggjumál á Patreksfirði.
Á Samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni í flotbryggju á Patreksfirði árið 2015. Hafnarstjórn óskar samþykkis Vegagerðarinnar að hefja undirbúningsvinnu og hönnun fyrir nýja flotbryggjuaðstöðu með básum á Patreksfirði.
Hafnarverði falið að kanna verð á fenderum fyrir Patrekshöfn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Hafnarmál á Brjánslæk. Ferjuaðstaða.

Rætt um hafnarmál á Brjánslæk.
Hafnarstjóra falið að óska eftir kostnaðaráætlun á viðgerðum á flotbryggjunni á Brjánslæk.
Hafnarverði falið að sjá um nauðsynlegt viðhald á fenderum við ferjubryggjuna.
Hafnarstjórn óskar eftir viðræðum við Sæferðir og Vegagerðina vegna nýrrar ferju og nauðsynlegra framkvæmda á Brjánslæk vegna komu hennar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Hafnarmál á Bíldudal. Landfylling, viðlegukantur og smábátaaðstaða.

Rætt um hafnarmál á Bíldudal.
Á Samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni í flotbryggju á Bíldudal árið 2015. Hafnarstjórn óskar samþykkis Vegagerðarinnar að hefja undirbúningsvinnu og hönnun fyrir bættri flotbryggjuaðstöðu á Bíldudal.

Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um til Vegagerðarinnar um lengingu á stálþili á Bíldudal í samræmi við áðursenda tillögu þess efnis.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Gjaldskrárbreyting Hafna Vesturbyggðar

Lögð fram tillaga um gjaldskrárbreytingu hafna Vesturbyggðar. Hafnarstjóra falið að koma með tillögu um breytingu á gjaldskrárstofni fyrir aflagjöld.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00