Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun Dýrfiskur framleiðla á regnbogasilungi beiðni um umsögn

Málsnúmer 1404010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. maí 2014 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að þrátt fyrir að tillaga að matsáætlun sé í samræmi við stefnuuppdrátt nýtingaráætlunar sveitarfélaganna fyrir strandsvæði Arnarfjarðar frá júní 2013, þá hafa rækjusjómenn í Arnarfirði ekki staðfest þá áætlun og gerðu formlega athugasemd við staðsetningu eldis í Borgarfirði á þeim forsendum að þar séu uppeldisstöðvar og veiðisvæði rækju. Bæjarráð Vesturbyggðar getur þess vegna ekki mælt með þessari staðsetningu þar sem þar sem staðsetningin skarast á við núverandi nýtingu rækjuleyfishafa í Borgarfirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um nýtinguna. Bæjarráð hvetur ennfremur til þess að burðarþolsrannsóknum vegna fiskeldis á Vestfjörðum verði hraðað.




10. apríl 2014 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun varðandi umsókn Dýrfisks á framleiðslu á 4000 tonnum af regnbogasilungi í Borgarfirði og 4000 tonnum af regnbogasilungi í Trostansfirði. Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum.
Málinu frestað til næsta fundar.