Hoppa yfir valmynd

Athugasemdir vegna hraðaksturs í þéttbýli Vesturbyggðar

Málsnúmer 1411087

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. nóvember 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Teknar fyrir athugasemdir sem borist hafa vegna hraðaksturs í þéttbýli Vesturbyggðar. Erindi hafa borist frá Bjarna Elvari Hannessyni og hans fjölskyldu og svo Gísla Einari Sverrissyni. Kalla þeir eftir aðgerðum til að ná niður umferðarhraða.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendingarnar og vekur athygli á að á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 22.09.14 fjallaði ráðið um umferðaröryggismál í sveitarfélaginu og beindi því til sveitarstjórnar að unnin verði umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.

Einnig felur skipulags- og umhverfisráð forstöðumanni tæknideildar, Elfari Steini Karlssyni að vinna að því að koma upp hraðahindrun við Sigtúnið og Brunna á Patreksfirði sem og við Íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal. Einnig er forstöðumanni tæknideild falið að óska eftir því við Vegagerðina að farið verði í aðgerðir til að ná niður umferðarhraða við innkomuna á Bíldudal.