Hoppa yfir valmynd

Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum

Málsnúmer 1502084

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. mars 2015 – Bæjarráð

Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 24. febrúar sl. og samþykkt stjórnarfundar BsVest frá 23. febrúar sl. varðandi ósk um viðræður við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga.
Arnheiður Jónsdóttir félagsmálafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindi BsVest að viðræður verði hafnar við velferðarráðuneytið um að ríkissjóður taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum frá sveitarfélögunum.