Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #726

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. mars 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Samstarfssamningur Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

    Lagður fram samstarfssamningur Vesturbygggðar og Tálknafjarðarhrepps, dags. 31.12.2011, yfirlit og útreikninga á uppgjöri samstarfsverkefna 2014, þjónustusamning milli Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps ásamt fylgiskjölum.
    Mættar til viðræðna við bæjarráð Arnheiður Jónsdóttir félagsmálafulltrúi og Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að nýjum samstarfssamningi við Tálknafjarðarhrepp.

      Málsnúmer 1501057 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum

      Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 24. febrúar sl. og samþykkt stjórnarfundar BsVest frá 23. febrúar sl. varðandi ósk um viðræður við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga.
      Arnheiður Jónsdóttir félagsmálafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
      Bæjarráð samþykkir erindi BsVest að viðræður verði hafnar við velferðarráðuneytið um að ríkissjóður taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum frá sveitarfélögunum.

        Málsnúmer 1502084

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Húsnæðismál, skipun vinnuhóps.

        Rætt um húsnæðismál bæjarskrifstofu.
        Bæjarráð felur bæjarrstjóra að hefja viðræður við Landsbanka Íslands um húsnæði bæjarskrifstofu að Aðalstræti 75.

          Málsnúmer 1501061 7

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Málefni björgunarsveita

          Rætt um björgunarsveitir í Vesturbyggð og stuðning sveitarfélagsins við þær.
          Bæjarráð samþykkir 200 þús.kr. fastan árlegan rekstrarstyrk til björgunasveitanna í Vesturbyggð með því skilyrði að staðfestir ársreikningar sé skilað inn. Bæjarráð þakkar björgunarsveitunum frábær störf í þágu almennings í vetur sem og á undangengnum árum og bendir á að þeim er ennfremur frjálst að sækja um styrki til sérstakra verkefna.

            Málsnúmer 1501062 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Framkvæmdir 2015

            Rætt um framkvæmdir í sveitarfélaginu á fjárhagsárinu.
            Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar.
            Bæjarráð felur tæknideild að gera verðkönnun á hluta framkvæmda við Bröttuhlíð, íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði.

              Málsnúmer 1501037 13

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ósk um staðfesting á nýjum hættumatslínum - Bíldudalur

              Lagt fram drög að bréfi dags. 27. febrúar 2015 um nýjar hættumatslínur fyrir Bíldudal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
              Bæjarráð óskar eftir staðfestingu á nýjum hættumatslínum fyrir Bíldudal.

                Málsnúmer 1501036

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ársreikningur 2014

                Rætt um og farið yfir stöðu uppgjörs og gerð ársreiknings 2014.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1502074 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Búfjársamþykkt

                  Lagt fram drög að breytingu á búfjársamþykkt Vesturbyggðar ásamt fylgiskjölum.
                  Bæjarráð vísar drögunum til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.

                    Málsnúmer 1211097 12

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Heimasíða Vesturbyggðar

                    Rætt um heimasíðu sveitarfélagsins og möguleika á betri upplýsingagjöf til íbúa og almennings.
                    Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja vinnu við uppfærslu á heimasíðu Vesturbyggðar.

                      Málsnúmer 1502079

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      10. Umhverfis-og samgöngunefnd beiðni um umsögn frumvarp til laga um farmflutning á landi mál nr.503

                      Lagt fram tölvubréf dags. 19. feb. sl. frá umhverfis- og samgöngumefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1502069

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Umhverfis-og samgöngunefnd beiðni um umsögn frumvarp til laga um farþegaflutning á landi í atvinnuskyni mál nr. 504

                        Lagt fram tölvubréf dags. 19. feb. sl. frá umhverfis- og samgöngumefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1502070

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Umhverfis-og samgöngunefnd beiðni um umsögn frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum mál nr. 512

                          Lagt fram tölvubréf dags. 10. feb. sl. frá umhverfis- og samgöngumefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1502068

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00