Hoppa yfir valmynd

Hafnarsamband Ísl. fundargerð stjórnar nr.375

Málsnúmer 1506006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. september 2015 – Hafnarstjórn

Lögð fram fundargerð frá Hafnasambandi íslands til kynningar. Hafnarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun Hafnasambands Íslands frá 22. maí 2015

Hafnasamband Íslands skorar á ráðherra og umhverfis- og samgöngunefnd að auka fjármagn til framkvæmda í höfnum. Fjölmargar hafnir eru komnar í viðhaldsþörf og mikilvægt er að í samgönguáætlun og fjárlögum næstu ára verði tryggt fjármagn til framkvæmda til að tryggja öryggi sjófarenda. Nauðsynlegt er að það liggi fyrir mat á forgangsröðun verkefna sem verði unnið í samstarfi við hafnirnar. Stjórn Hafnasambands Íslands telur einnig að aukin gjöld á útgerðir í gegnum veiðigjöldin eigi að renna að hluta til, til hafnarsjóðanna svo hægt sé að viðhalda þeim innviðum sem eru mikilvægir svo útgerð geti haldið áfram að blómstra.